Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:00.
Íris kynnti niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021.
Árið 2019 fór fram könnun á stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og var sú könnun framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey. Á 66. fundi atvinnumála-og kynningaráðs samþykkti ráðið að senda aftur út könnun með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð ásamt því að fá samanburð á milli áranna 2019 og 2021. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 14. desember - 8. janúar 2021. Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Spurningalistinn var sendur á 132 fyrirtæki í sveitarfélaginu. Svör bárust frá 79 fyrirtækjum. Svarhlutfall er 59,8%.
Íris vék af fundi kl. 13:34.