Atvinnulífskönnun 2021

Málsnúmer 202111002

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 66. fundur - 02.12.2021

Venja hefur skapast að annað hvert ár, í kringum mánaðarmót nóvember-desember, sendir atvinnumála- og kynningaráð út atvinnulífskönnun til fyrirtækja í Dalvíkurbyggð.

Er þetta gert til að fylgjast með þróun atvinnulífs í sveitarfélaginu og er þetta orðinn ákveðin vettvangur forsvarsmenn fyrirtækja til að koma með ábendingar fyrir ráðið um það sem vel er gert og hvað mætti gera betur.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að undirbúa könnunina og senda hana út til fyrirtækja fyrir 15. desember nk.

Byggðaráð - 1012. fundur - 13.01.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:00.

Íris kynnti niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021.

Árið 2019 fór fram könnun á stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og var sú könnun framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey. Á 66. fundi atvinnumála-og kynningaráðs samþykkti ráðið að senda aftur út könnun með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð ásamt því að fá samanburð á milli áranna 2019 og 2021. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 14. desember - 8. janúar 2021. Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Spurningalistinn var sendur á 132 fyrirtæki í sveitarfélaginu. Svör bárust frá 79 fyrirtækjum. Svarhlutfall er 59,8%.

Íris vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að taka saman þau ariði er snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og koma þeim einnig á framfæri við fagráðin. Einnig að taka saman þau atriði er snúa að hagsmunasamtökum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 67. fundur - 14.01.2022

Á 66. fundi Atvinnumála- og kynningaráðs var eftirfarandi bókað: Atvinnumála-og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að undirbúa könnunina og senda hana út til fyrirtækja fyrir 15. desember nk.

Atvinnulífskönnunin var send út til fyrirtækja 14. desember sl. Alls bárust 79 svör sem er um 59,8% svörun.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur unnið skýrslu út frá niðurstöðum könnunarinnar og er skýrslan til kynningar hjá ráðinu.
Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningaráð tekur undir bókun Byggðaráðs sem fól þjónustu- og upplýsingafulltrúa að yfirfara skýrsluna og draga sérstaklega úr skýrslunni þau atriði sem snúa að sveitarfélaginu til umfjöllunar. Atriðin verða svo einnig send á viðeigandi fagráð til umfjöllunar.

Byggðaráð - 1014. fundur - 27.01.2022

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:00. Íris kynnti niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021. Árið 2019 fór fram könnun á stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og var sú könnun framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey. Á 66. fundi atvinnumála-og kynningaráðs samþykkti ráðið að senda aftur út könnun með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð ásamt því að fá samanburð á milli áranna 2019 og 2021. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 14. desember - 8. janúar 2021. Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Spurningalistinn var sendur á 132 fyrirtæki í sveitarfélaginu. Svör bárust frá 79 fyrirtækjum. Svarhlutfall er 59,8%. Íris vék af fundi kl. 13:34. Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að taka saman þau atriði er snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og koma þeim einnig á framfæri við fagráðin. Einnig að taka saman þau atriði er snúa að hagsmunasamtökum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samanntekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri samantekt til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu, eftir því sem við á.

Atvinnumála- og kynningarráð - 68. fundur - 02.02.2022

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samanntekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri samantekt til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu, eftir því sem við á.


Tekið fyrir minnisblað frá þjónustu- og upplýsingafulltrúa varðandi þau atriði í Atvinnulífskönnuninni sem snúa að málefnum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 112. fundur - 11.02.2022

Með fundarboði fylgdi samantekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021 og samantekt yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.

Byggðaráð samþykkti á fundi þann 27. janúar 2022 að vísa samantektinni til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.