Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer
Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 347. fundi umhverfisráðs þann 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að vísa framlagðri tillögu til skoðunar hjá Veitu- og hafnaráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."
Á 104. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Þann 19. apríl var haldinn opinn fundur með notendum Árskógssandshafnar þar sem kynnt voru áform um landfyllingu og lagfæringu á innsiglingunni að höfninni. Umræður voru málefnalegar og fjölluðu töluvert um ókyrrð í höfninni og þörf fyrir fleiri bílastæði vegna farþega sem nýta sér ferjusiglingar til Hríseyjar.
Fyrir fundinum er einnig bréf, frá 5. maí sl. frá Andey ehf., en það fyrirtæki er rekstraraðili ferjunnar til Hríseyjar. Í því eru reifaðar ýmsar hugmyndir sem snúa að aðstöðu innan hafnar og ytri mannvirkjum hafnarinnar og einnig fyrirhuguðum landfyllingaráformum.
Með vísan til bókunar 3. tl. á 103. fundi ráðsins frá 9. apríl sl. samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með fimm atkvæðum að vísa athugasemdum Andeyjar ehf, sem fram koma í rafbréfi frá 5. maí 2021, til umhverfisráðs og siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
Í framhaldi af umræðum á fundinum og ábendingum í bréfi Andeyjar ehf. mælist veitu- og hafnaráð til þess að efnt verði til samráðs við Vegagerð ríkisins og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag bílastæða við Árskógssandshöfn og umferðaleiðir að ferjubryggunni."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð innanhúss frá 2. fundi vinnuhóps frá 11. janúar sl. til upplýsingar um stöðu málsins.
Umhverfisráð var með málið á dagskrá á fundi sínum fyrr í dag og eftirfarandi var bókað:
"Til kynningar staða á umsókn Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi en fyrirhugað er að halda kynningarfund meðal íbúa á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Það nær til lóðar við Öldugötu á Árskógssandi vegna frumeldis og uppfyllingar austan ferjubryggju vegna áframeldis.
Umhverfisráð óskar eftir við upplýsingafulltrúa að kynningarfundurinn verði auglýstur vel á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagsmunaaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar."