Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13 í gegnum TEAMS fund.
Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund.
Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins.
Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra.
Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu.
Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar."
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar vinnuhópsins um brunamál frá 19. janúar 2022.
Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðu útboði vegna slökkviliðsbíla og útboðslýsingu. Einnig gerði slökkviliðsstjóri grein fyrir samráði við slökkviliðið um að fækka valkostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo.
Villi og Bjarni viku af fundi kl. 13:34.