Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:00 í gegnum TEAMS fund.
Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum. Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík. Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins. Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Jón Ingi Sveinsson. Guðmundur St. Jónsson. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 10. janúar 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í samráðshóp varðandi Dalvíkurlínu og stígagerð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skipulags- og tæknifulltrúa (verðandi deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar) að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði til vara.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, verði til vara."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrsta fundargerð samráðshópsins frá 02.02.2022.
Til umræðu ofangreint og áherslur Dalvíkurbyggðar,
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.