Byggðaráð

1018. fundur 24. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:52 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Landsnet ehf - Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs - samráðshópur

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:00 í gegnum TEAMS fund.

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum. Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík. Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins. Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Jón Ingi Sveinsson. Guðmundur St. Jónsson. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 10. janúar 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í samráðshóp varðandi Dalvíkurlínu og stígagerð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skipulags- og tæknifulltrúa (verðandi deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar) að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði til vara.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, verði til vara."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrsta fundargerð samráðshópsins frá 02.02.2022.
Til umræðu ofangreint og áherslur Dalvíkurbyggðar,
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:

"Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni." Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni. HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar."


Samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir þá segir að uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert.

Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs eru drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022.

Helga Íris vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð þakkar Helgu Írisi og vinnuhópnum fyrir vinnuna við húsnæðisáætlunina og samþykkir áætlunina samhljóða með 3 atkvæðum eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Frá HMS; Stofnframlög - opnað fyrir umsóknir

Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer

a) Tekin fyrir frétt af vef HMS þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins.

Fram kemur að mikilvægt er fyrir umsækjendur og sveitarfélög þar sem sótt er um stofnframlög að hafa eftirfarandi þætti í huga vegna umsókna um stofnframlög:

Skila þarf inn staðfestingu um veitingu stofnframlags af hálfu þess sveitarfélags þar sem almennar íbúðir verða staðsettar.
Með ofangreindri staðfestingu þarf að fylgja staðfesting á fjárhæð og formi stofnframlags sveitarfélags,
Hægt er að nálgast auglýsinguna hér;
https://hms.is/media/11557/220217-stofnframlog2_255x390.pdf

b) Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að nálgast reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Fram kemur í 5 gr. að Dalvíkurbyggð auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt reglum sveitarfélagsins, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 9. mars nk.

4.Kjördæmavika

Málsnúmer 201809136Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir listi yfir málefni frá Dalvíkurbyggð sem sveitarstjóri kynnti þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, fyrir hönd sveitarstjórnar, þann 15. febrúar 2022. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í kjördæmaviku.
Lagt fram til kynningar.

5.Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs - og kjaranefndar Dalvíkurbyggðar frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 345. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
fundargerð vinnuhóps um Gamla skóla frá 23.02.2022.
Drög að umsókn í C.01. sértæk verkefni vegna sóknaráætlana vegna Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð. Þar kemur fram að elsti hluti Gamla skóla á Dalvík verði endurbyggður til að hýsa verkefnið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að send verði inn umsókn skv. ofangreindu.

9.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð; jan 2022

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Frestað.

10.Frá Innviðaráðuneytinu; Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2022

Málsnúmer 202202102Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 22. febrúar 2022, þar sem hjálagt er bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga er varðar almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Samorku 2022

Málsnúmer 202202095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Samorku 2022 verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu, þriðjudaginn 15. mars 2022. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá, ársreikningur 2021 og tillögur að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd.
Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Bjarni Daníel Daníelsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboða Hita-, vatns- og fráveitu Dalvíkurbyggðar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 14:52.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs