Málsnúmer 202201085Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 5. apríl 2022, um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk.
Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu.".
Sýslumaður bendir á að ósk sveitarstjórnar er nú forsenda skipunar kjörstjóra Sýslumanns. Standi vilji sveitarstjórna áframhaldandi samstarfs óskar Sýslumaður staðfestingar á því, svo fljótt sem verða má. Óskað er upplýsinga um mögulega kjörstjóraefni að teknu tilliti til vanhæfissjónarmiða. Gert er ráð fyrir að upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslu í samstarfi við sveitarfélögin hefjist um næstu mánaðarmót.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir þeirri umfjöllun sem ofangreint hefur fengið innanhúss og hvort og hvaða kostir eru í stöðinni.