Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45. Á 91. fundi menningarráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar. Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi og leggja hann fram til umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar. Í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra, dagsett þann 4. apríl sl. kemur fram að hann leggur til að samningurinn verði samþykktur. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þetta í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022. Reynt verður að mæta viðbótarkostnaði á sviðinu, þar sem að þetta er undir þeim viðmiðum um viðauka við fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Byggðaráð frestar afgreiðslu til að afla nánari upplýsinga um þær ábendingar og vangaveltur sem komu upp á fundinum. Lagt fram til kynningar."
Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 15. september 2022, varðandi umsókn um styrk. Menningarráð samþykkti að styrkja Leikfélag Dalvíkur um kr. 375.000 árið 2022 þar sem svigrúm er innan fjárhagsramma.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur varðandi styrk á móti fasteignaskatti, sbr. reglur sveitarfélagsins þar um
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/2022/220118.reglur-um-styrk-a-moti-fasteignaskatti-til-felaga-og-felagasamtaka-2022.pdf. Í reglunum kemur fram að "Starfsemin má ekki njóta samningsbundinna rekstrarstyrkja frá Dalvíkurbyggð eða ígildi þeirra, þ.e. tryggja þarf að styrkur sé ekki tvígreiddur." Umsóknin um styrk á móti fasteignaskatti hefur ekki verið afgreidd þar sem ofangreind erindi frá Leikfélaginu hafa verið í vinnslu. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs getur samkvæmt reglunum vísað álitamálum til byggðaráðs.