Menningarráð

89. fundur 19. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:27 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs fóru yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar

2.Starfsmannamál á söfnum hjá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins fór yfir stöðu á starfsmannamálum fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar

3.Viðbrögð safna við Covid - 19

Málsnúmer 202005071Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins upplýsti um viðbrögð safna vegna nýrra sóttvarnareglna gegn COVID - 19.
Lagt fram til kynningar

4.Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir 2022

Málsnúmer 202109071Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs upplýsti menningarráð um breytingu á gjaldskrá milli umræðna um fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar

5.Lagfæring á listaverki

Málsnúmer 202109102Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins, fór yfir stöðu mála vegna lagfæringar á listaverki.
Búið er að hafa samband við listamann sem hefur gefið leyfi fyrir viðgerð á listaverki. Menningarráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni safna að fylgja eftir lagfæringu á verki og finna því viðeigandi stað í stofnun hjá sveitarfélaginu.

6.Menning í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202111056Vakta málsnúmer

Umræður um menningarmál í Dalvíkurbyggð.
Góð umræða á fundinum, sem verður tekin aftur upp á fundi ráðsins í janúar 2022.
Björk Hólm þorsteinsdóttir forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg fór af fundi kl. 09:06

7.Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 02. nóv. 2021. Leikfélag Dalvíkur óskar eftir því að það verði endurnýjaður styrktarsamningur milli félagsins og Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð felur sviðsstjóra að funda með stjórn Leikfélags Dalvíkur og skoða málið í heild sinni.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Írisi Hauksdóttur dags. 16. nóv. 2021
Menningarráð þakkar fyrir bréfið og hvetur Írisi að sækja um aftur.

Fundi slitið - kl. 09:27.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs