Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fundi að nýju Freyr Antonsson kl. 14:15.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:15.
Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar." Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar." Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20. Lagt fram til kynningar."
Til umræðu ofangreind kynning og samantekt frá síðasta fundi.
Með fundarboði fylgdi einnig til upplýsingar tékklisti innanhúss vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.