Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:55.
Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Silja Dröfn Jónsdóttir, formaður Leikfélags Dalvíkur og Guðbjörg Anna Óladóttir, kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá stjórn Leikfélags Dalvíkur, dagsett í júní 2022, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir því að samningur um húsnæði og styrk Dalvíkurbyggðar verði endurskoðaður. Félagið óskar eftir að fá Ungó til afnota allt árið um kring en þó með þeim formerkjum að þriðji aðili, s.s. Gísli, Eiríkur, Helgi (kaffihús) geti fengið aðgang að húsinu til að efla menningu samfélagsins. Í erindinu er farið yfir þær hugmyndir sem Leikfélagið er með um starfsemi og viðburði félagsins í húsinu. Til að ná þessum árangri sem stefnt er að þá óskar félagið eftir að a.m.k. hluti af styrk félagsins sé ekki bundinn við það að setja upp leiksýningu. Til umræðu ofangreint. Silja Dröfn og Guðbjörg Anna viku af fundi kl. 13:37.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks, Helga kaffihúss á fund og fá þeirra álit."
Forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. lögðu fram yfirlit yfir þá starfsemi sem hefur verið í Ungó á þeirra vegum.
Til umræðu ofangreint.
Kristín Aðalheiður og Bjarni viku af fundi kl.15:18.