Menningarráð

95. fundur 31. mars 2023 kl. 10:15 - 12:20 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, verkefnastjóri í Menningarhúsi, sat undir lið 1. Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, sat undir liðum 1. - 3.

1.Stefnumótun Menningarhússins Bergs

Málsnúmer 202303206Vakta málsnúmer

Helga Kristín Sæbjörnsdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, fóru yfir stefnumótun vegna Menningarhússins Bergs.
Menningarráð þakkar Björk og Helgu fyrir góða kynningu á stefnumótun fyrir Menningarhúsið Berg.
Helga fór út af fundi kl. 10:50

2.Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi

Málsnúmer 202303050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2023(Málafl. 05)

Málsnúmer 202303205Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 05 fyrir fjárhagsárið 2023.
Lagt fram til kynningar
Björk fór út af fundi kl. 11:30

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303088Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarhúsinu Berg. Sótt er um 200.000 kr. styrk til að setja upp fjögur mismunandi vinnuþemu fyrir árið 2023, til að skapa sterkari samstarfsgrundvöll með hagsmuni íbúa Dalvíkurbyggðar að leiðarljósi.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303097Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni. Sótt er um 695.000 kr. í tilefni af 100 ára afmæli Tunguréttar er fyrirhugað að setja upp minnisvarða gangnamannsins við réttina sem yrði þá væntanlega afhjúpaður í ágúst næstkomandi eða um fiskidagshelgina.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 500.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303090Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ellen Ýr Gunnlaugsdóttur. Sótt er um 400.000 kr. styrk við skrif á bók.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303094Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Fókus þjálfun og kennsla ehf. Sótt er um 400.000 kr. styrk til að gefa út bókina "Tilfinningadrekar" bók sem ætluð er fyrir yngsta stigi grunnskóla með því markmiði að efla tilfinningalæsi ungu kynslóðarinnar og aðstoða foreldra í að ræða um tilfinningar við börnin sín.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303096Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 500.000 kr. styrk fyrir tónleikaröðina "Gestaboð Kristjönu". Tónleikaröð með þremur tónleikum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 350.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303101Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur. Sótt er um 400.000 kr. styrk til að setja upp söngskemmtun fyrir börn í Dalvíkurbyggð á fjölum Ungó í vor.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303095Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Gísla Rúnari Gylfasyni. Sótt er um 300.000 kr. styrk til að halda tónleika, helst í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Ásamt því að flytja hluta dagskrár á Dalbæ.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303087Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Snævari Erni Ólafssyni. Sótt er um 175.000 kr. styrk til að fjármagna hluta af útgáfu ljóðabókar sem er komin langt á leið.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303086Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarhúsinu Berg. Sótt er um 500.000 kr. styrk til að standa fyrir tonleikaröð í Bergi undir nafninu "Klassík í Bergi".
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 400.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303102Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur. Sótt er um 200.000 kr. styrk til að hafa ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Bergi.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 100.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303093Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Sótt er um 120.000 kr. styrk til að styrkja verkefnið "Heimskonur" enn frekar í sessi.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

15.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202302118Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sölku kvennakór. Sótt er um 500.000 kr. styrk til að styrkja kórastarfið 2023.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

16.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303103Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá B.G Music ehf Sótt er um 250.000 kr. styrk fyrir "Tónatrítl" námskeið ætlað börnum á aldrinum 0-2 og 3-5 ára.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

17.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303099Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Sótt er um 165.000 styrk til að fá 2-3 þekkta rithöfunda til að lesa upp úr nýjum bókum sem verða í næsta jólabókaflóði.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2023.

18.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202303089Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sögufélagi Svarfdæla. Sótt er um 50.000 kr. styrk til að halda Svarfdælska Mars, það er héraðshátíð sem hefur verið haldin síðan árið 2001 í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 50.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

19.Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi fyrir Leikfélag Dalvíkur.
Málinu frestað til næsta fundar hjá Menningarráði

20.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs