a) Í stað Katrínar Sigurjónsdóttur
a.1. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Felix Rafn Felixson taki sæti sem aðalmaður í byggðaráði og að Lilja Guðnadóttir verði varamaður.
a.2. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Lilja Guðnadóttir verði 1. varaforseti.
a.3. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Felix Rafn Felixson taki sæti Katrínar á Landsþingi sveitarfélaga.
b) Í stað Felix Rafns Felixsonar í fræðsluráð.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Þórhalla Karlsdóttir taki sæti aðalmanns í fræðsluráði og Þorsteinn Ingi Ragnarsson verði varamaður.
c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að skipun fjallskilastjóra í Fjallaskilanefnd verði óbreytt frá því sem var:
Árni Sigurður Þórarinsson, Hofi, Svarfaðardalur.
Jónas Þór Leifsson, Syðri-Hagi, Árskógsströnd.
Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóll, Dalvík.