Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:05.
Freyr Antonsson, vék af fundi kl. 14:05, undir þessum lið vegna vanhæfis.
Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses, rafpóstur dagsettur þann 15. júní 2022, þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi í Menningarhúsinu Bergi. Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið sem gestur kl. 13:54. Freyr vék af fundi kl. 14:26. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum frá Menningarfélaginu Bergi ses og fá m.a. minnisblað framkvæmdastjóra Bergs ses og forstöðumanns safna til Menningarfélagsins. Einnig að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að taka saman möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokksins 05. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ýmis gögn til að varpa ljósi á þá vinnu sem hefur farið fram á undanförnum árum um framtíðarfyrikomulag á rekstri og skipulagi Menningarhússins Bergs ásamt gildandi samningum á milli aðila.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumaður safna fóru yfir þá kosti sem eru í stöðunni varðandi möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokks 05 vegna aðkomu sveitarfélagsins.
Freyr Antonsson kom inn á fundinn sem gestur kl. 14:30.
Björk Hólm vék af fundi kl.14:47.
Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 14:47.
Freyr Antonsson vék af fundi kl. 14:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að farið verði í formlegar viðræður við stjórn Menningarfélagsins Bergs ses að Dalvíkurbyggð taki yfir rekstur Menningarhússins Bergs. Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra, nú tímabundið sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að óska eftir fundi við stjórn Bergs um ofangreint. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis en tók þátt í umfjöllun að hluta sem gestur."
Með fundarboði byggðráðs fylgdi fundargerð frá fundi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd Dalvíkurbyggðar með formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses og Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra. Fundurinn var haldinn 21. september sl. Á fundindum var farið yfir tillögur stjórnar Bergs að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins, ýmis gögn og upplýsingar sem liggja fyrir og/eða þarf að afla og næstu skref.