Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis. Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélgsins Berg ses, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:15.
Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. septmeber sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðráðs fylgdi fundargerð frá fundi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd Dalvíkurbyggðar með formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses og Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra. Fundurinn var haldinn 21. september sl. Á fundindum var farið yfir tillögur stjórnar Bergs að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins, ýmis gögn og upplýsingar sem liggja fyrir og/eða þarf að afla og næstu skref. Lagt fram til kynningar".
Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningnarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem farið er yfir vinnufundi 9. nóvember sl. og 15 nóvember sl. ásamt forstöðumanni safna. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir í 8 liðum forsendum að fyrirkomulagi reksturs á Menningarhúsinu Bergi miðað við að sveitarfélagið taki yfir reksturinn frá og með 1.1.2023.
Til umræðu ofangreint.
Björk, Gísli og Freyr viku af fundi kl. 13:51.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.