Byggðaráð

1048. fundur 17. nóvember 2022 kl. 13:15 - 19:57 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður; tillaga óformlegs vinnuhóps.

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis. Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélgsins Berg ses, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:15.

Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. septmeber sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðráðs fylgdi fundargerð frá fundi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd Dalvíkurbyggðar með formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses og Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra. Fundurinn var haldinn 21. september sl. Á fundindum var farið yfir tillögur stjórnar Bergs að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins, ýmis gögn og upplýsingar sem liggja fyrir og/eða þarf að afla og næstu skref. Lagt fram til kynningar".

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningnarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem farið er yfir vinnufundi 9. nóvember sl. og 15 nóvember sl. ásamt forstöðumanni safna. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir í 8 liðum forsendum að fyrirkomulagi reksturs á Menningarhúsinu Bergi miðað við að sveitarfélagið taki yfir reksturinn frá og með 1.1.2023.

Til umræðu ofangreint.

Björk, Gísli og Freyr viku af fundi kl. 13:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð semji um yfirtöku reksturs Menningarhússins Bergs frá og með 1.1.2023 á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og með fyrirvara um umfjöllun og afgreiðslu stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna launa í íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202211104Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:06 undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2022, deild 05600, að upphæð kr. 1.170.369 frá 15. nóvember til og með 31.12.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2022, deild 06500-laun, að upphæð kr. 1.170.369 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Launaviðauki vegna Vinnuskóla 2022

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fyrir hönd framkvæmdasviðs, vegna lækkunar á launaáætlun vinnuskóla 2022. Um er að ræða afgang af áætluðum launum Vinnuskóla þar sem færri starsfmenn og nemendur voru við Vinnuskólann í ár en gert var ráð fyrir. Upphæðin er kr. 11.864.400 til lækkunar á deild 06270. Einnig eru gerðar breytingar á tekjuáætlun skólans vegna þjónustu við stofnanir og á móti þá lækkun á aðkeyptri þjónustu stofnana frá skólanum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, og breytingar á millifærslum á milli Vinnuskóla og stofnana sveitarfélagsins vegna breytinga á þjónustuframboði, sbr. fyrirliggjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

4.Stöðumat janúar - september 2022; skil frá stjórnendum

Málsnúmer 202211024Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir skil stjórnenda vegna stöðumats janúar til septmeber 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundur 15.11.2022.

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 15.11.2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Málsnúmer 202208102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ný Þjóðhagsspá sem birt var 11. nóvemer sl.
https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/thjodhagsspa/thjodhagsspa-11880-13437-13633/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði viðeigandi breytingar á fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við verðbólguspá 2023 og launaáætlun í samræmi við breytingar á launavísitölu frá og með lausum kjarasamningum 2023.

7.Gjaldskrár 2023; tillögur frá fagráðum - endanlegar

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að eftirfarandi gjaldskrám 2023:
Frá Félagsmálasviði;
Heimilsþjónusta
Framfærslukvarði.
Matarsendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði;
Íþróttamiðstöð.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin Týr.
Leiga á húsnæði Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilsins Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólagjöld vegna Krílakots og Kötlukots.
Gjaldskrá safna; Bókasafn, Héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll.

Framkvæmdasvið:
Gjaldskrá Fráveitu ásamt tillögu að breytingum á samþykkt um fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Hitaveitu.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá og reglur vegna útleigu verðbúða.
Gatnagerðargjöld 2023.
Gjaldskrá byggingafulltrúa.
Minnisblað- Skipulagsráð gjaldskrá.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár
Leiguland.
Böggvisstaðaskáli.
Kattahald.
Hundahald.
Fjallskil
Refa- og minkaveiðar.
Slökkvilið
Sorphirðugjald.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár með eftirtöldum undantekningum:

Gjaldskrá íþrótta- og æskulýðsmála er frestað og óskað er eftir að fá hana aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs.
Gjaldskrár fræðslu- og uppeldismála er samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur er samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum mað áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.
Gjaldskrár Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er frestað.
Gjaldskrá vegna Böggvisstaðaskála; afgreiðslu frestað - gerðar nokkrar breytingartillögur á fundinum.
Gjaldskrá vegna uppreksturs samþykkt með leiðréttingu sem gerð var á fundinum á ártali.
Gjaldskrá vegna leigulands samþykkt með leiðréttingu sem gerð var á fundinum á ártali.


8.Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu, sorphirðugjalda, vatnsgjalda (sbr. gjaldskrá vatnsveitu) og fráveitugjalds (sbr. gjaldskrá fráveitu).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára. Breytingar á fasteignagjöldum, þ.e. sorphirðugjald, vatnsgjalda og fráveitugjald, verði í samræmi við tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 á milli umræðna.

a) Sundurliðun á gatnagerðaframkvæmdum frá framkvæmdasviði.

Tekinn fyrir rafpóstur frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsettur þann 17.11.2022, þar sem meðfylgjandi er tillaga að sundurliðun gatnagerðaframkvæmda 2023-2026.

b) Tekinn fyrir rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 17.nóvember sl., er varðar viðhaldsáætlun Krílakots.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn tillögu framkvæmdasviðs fyrir árið 2023. Fyrir árin 2024-2026 verður áfram pottur samkvæmt tillögu byggðaráðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn 4 m.kr.til viðbótar þeim 14 m.kr. sem eru inni.

Vísað er til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.Frá 351. fundi sveitarstjórnar þann 1.11.2022; Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202210088Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Frey Antonssyni, dagsettur þann 23. október sl, ásamt fylgigögnum, drög að stofnskjölum, um stofnun almannaheillafélagsins Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð hlutist til um koma þessu verkefni á laggirnar að haldinn verði stofnfundur.Til máls tóku: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar samhliða því að fá umsögn frá bæjarlögmanni. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs til frekari skoðunar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn frá bæjarlögmanni /PACTA dagsett þann 15. nóvember sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint verkefni verði ekki unnið áfram að hálfu sveitarfélagsins.

11.Íbúafundir 2022 og 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaða íbúafundi.
Fundur verði 6. desember nk. um fjárhagsáætlun, Gamla skóla, o.fl. kl. 17:00 - kl. 19:00 - í Bergi ef laust.
Fyrirhugaður fundur í Höfða um vetrarþjónustu árið 2022.
Fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar 2023.

12.Hafnasjóður

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar inn í samlagið. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra og byggðaráði verði falið að sjá um viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

13.Umdæmisráð barnaverndar; Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Á 350. fundi sveitarstjórnar þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og Hjartar Hjartarsonar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar, dagsett þann 3. október 2022, til bæjar- og byggðaráðs Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er varðar breytt skipulag barnaverndar. Í erindinu er lagt til að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu. Nú liggur fyrir samþykkt Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um aðild að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Næsta skref er að taka ákvörðun um fyrirkomulag barnaverndþjónustu sveitarfélaganna samkvæmt 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Ákvæði barnaverndarlaga kveða á um að baki hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar, nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Þetta þýðir að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þurfa að huga að samvinnu við önnur sveitarfélög um verkefnið eða óska eftir undanþágu frá íbúalágmarkinu. Dalvíkurbyggð hefur frá árinu 2002 verið í farsælu samstarfi við Fjallabyggð um rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Íbúatala Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar nær ekki tilskyldu lágmarki laganna en til greina kemur að sveitarfélögin sæki sameiginlega um undanþágu frá íbúalágmarkinu. Áður en til þess kemur er ráðlegt að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélögin. Á fundinum kom einnig fram að bæjarráð Fjallabyggðar hefur fjallað um ofangreint erindi á fundi sínum þann 4. október sl. þar sem bókað var að félagsmálastjóra Fjallabyggðar er falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða áfram við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu.

14.Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum.

1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa.
2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál.
3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu.
4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE).

Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess hluti skipulagsverkefna er í höndum Form ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa.

Frestað.

15.Ályktun um jarðgögn

Málsnúmer 202211107Vakta málsnúmer

Á 221. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 9. nóvember sl. var samþykkt tillaga meirihluta bæjarstjórnar Fjallabyggðar um samgöngumál, sjá 11. lið.
https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/fundargerdir/baejarstjorn-fjallabyggdar/1565
Byggðaráð tekur undir það að lyfta þarf grettistaki í samgöngum á norðanverðum Tröllaskaga.

16.Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið."
Frestað.

17.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Samráðsfundir sýslumanns og sveitarfélags

Málsnúmer 202210075Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 21. október sl. þar sem fram að lög um framkvæmdavald ríkisins í héraði nr. 50/2014 gera ráð fyrir forgöngu sýslumanns um samráð við sveitarfélögin í umdæminu, sbr. 7. gr. laganna. Sýslumaður óskar eftir timasetningu á samráðsfundi með sveitarstjóra og sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna tíma sem hentar öllum aðilum við fyrsta tækifæri með byggðaráði/sveitarstjórn."

Samkvæmt rafpóstur frá Sýslumanninum á Nroðurlandi eystra, dagsettur þann 1. nóvember sl., þá er lagt til að funda miðvikudaginn 23. nóvember nk. kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Kili - stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Sveitarfélag ársins 2023

Málsnúmer 202211075Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónstu, dagsettur þann 10. nóvember sl., þar sem fram kemur nýverið voru kynntar niðurstöður könnunar Sveitarfélags ársins 2022 og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur. Fram kemur að félaginu barst ábending frá sveitarstjóra um að gott væri að tilkynna öllum sveitarfélögum um að könnunin yrði framvegis árlegur viðburður svo hægt væri að gera viðeigandi ráðstafanir.

Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB standa fyrir könnun þessari og veita sveitarfélögum verðlaun fyrir góðan árangur. Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Mikinn lærdóm má draga af þessari könnun, sem er ítarleg, og gefur stjórnendum kleift að bregðast við áskorunum með skipulögðum hætti. Vert er að benda á að bera má niðurstöður saman við könnun Sameykis og fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem gert er meðal ríkisstofnana (Stofnun ársins) og könnun sem VR gerir meðal fyrirtækja á almennum markaði (Fyrirtæki ársins).
Boð um þátttöku mun berast í byrjun næsta árs og það væri afar ánægjulegt ef sveitarfélagið gerði ráð fyrir þátttöku í könnuninni fyrir allt sitt starfsfólk til viðbótar okkar félagsfólki.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá GAJ ráðgjöf slf.; Kynning á ráðgjafafyrirtækinu

Málsnúmer 202211056Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir bréf frá GAJ ráðgjöf slf., dagsett þann 25. október sl., þar sem meðfylgjandi er kynning á ráðgjafafyrirtækinu GAJ ráðgjöf slf.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá SSNE; Fundargerðir 2022; fundargerð nr. 43

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 2. nóvember sl. - nr. 43.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:57.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs