Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 21. október sl. þar sem fram að lög um framkvæmdavald ríkisins í héraði nr. 50/2014 gera ráð fyrir forgöngu sýslumanns um samráð við sveitarfélögin í umdæminu, sbr. 7. gr. laganna. Sýslumaður óskar eftir timasetningu á samráðsfundi með sveitarstjóra og sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna tíma sem hentar öllum aðilum við fyrsta tækifæri með byggðaráði/sveitarstjórn."
Samkvæmt rafpóstur frá Sýslumanninum á Nroðurlandi eystra, dagsettur þann 1. nóvember sl., þá er lagt til að funda miðvikudaginn 23. nóvember nk. kl. 14:00.