Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu, sorphirðugjalda, vatnsgjalda (sbr. gjaldskrá vatnsveitu) og fráveitugjalds (sbr. gjaldskrá fráveitu).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára. Breytingar á fasteignagjöldum, þ.e. sorphirðugjald, vatnsgjalda og fráveitugjald, verði í samræmi við tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023."