Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer
Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært tilboð með breytingum á uppsagnarákvæði og endurskoðun samnings sem og breytingar á ákvæði um endurskoðun á fyrirkomulagi verks.