Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands,dagsett þann 30. september sl., en barst í tölvupósti 5. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Dalvíkurbyggðar við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa árin 2023-2025. Sem fylgigagn er einnig í viðhengi minnisblað um hvaða aðilar koma markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þar með því verkefni að opna fleiri gáttir inn í landið. Fulltrúar Markaðsstofunnar eru tilbúnir að koma á fund sveitarstjórnar til að ræða starf Flugklasans og svara spurningum, sé þess óskað.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðningi við Flugklasann Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000). Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000).
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.