Í erindi, dagsett 18. ágúst 2022, óskar Kristján Vigfússon eftir því að tekin verði til formlegrar afgreiðslu kvörtun hans um ólykt frá hausaþurrkun Samherja ásamt svörum við eftirfarandi spurningum:
Hér með er kvartað undan megnri ólykt frá fiskþurrkun Samherja staðsettri á Dalvík að Ránarbraut sem berst yfir bæinn og þar með inn í íbúabyggð og skerðir loftgæði og lífsgæði íbúanna. Vísað er í Lög nr. 7/1998 5.1 um hollustuhætti og mengunarvarnir en markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Í 5. gr. laganna segir að atvinnurekstur sem geti haft í för með sér mengun skuli hafa gilt starfsleyfi. Samkvæmt sömu lögum skulu vera í starfsleyfum ákvæði sem tryggi að atvinnurekstur sé þannig úr garði gerður að allar viðeigandi mengunarvarnir séu viðhafðar og að beitt séu bestu fáanlegu tækni. Þar kemur skýrt fram að mengun taki einnig til ólyktar. Einnig er vísað til reglugerðar nr. 785/1999 en í almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi eru ákvæði um lyktarmengun. Þessi ákvæði eru útfærð nánar í sértækum skilyrðum fyrir starfsemi þar sem hætta er á lyktarmengun. Auk þessa er vísað til reglugerðar nr. 787/1999 um loftgæði fyrir íbúa landsins en þessi reglugerð gerir körfur til fyrirtækja um að reykur, ryk og loftmengun sem eru lyktarmiklar valdi ekki óþægindum í næsta umhverfi. Þar segir einnig að þeir sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar eigi að halda loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti. Að lokum er vísað til ákvæða Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og tilmæla Sameinuðu Þjóðanna um að íbúar geti notið bestu loftgæða hvar sem þeir búa, sjá;
https://sustainabledevelopment.un.org/partnership/?p=7396 http://www.euro.who.int/en/health-topics/environment-and-health/air-qualityÓskað er eftir að Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar bregðist við þessari kvörtun í samræmi við lög og reglugerðir sem vísað er til hér að ofan og svari beiðni þessari innan lögbundins frests. Auk þessa er óskað svara við eftirfarandi en bæjarstjórn ber ábyrgð á eftirfylgni og framkvæmd sé háttað samkvæmt lögum og reglum gagnvart íbúum og er þannig eftirlitsaðili íbúa gagnvart heilbrigðiseftirliti Norðurlands: - Hefur verið óskað eftir endurbótum á lyktarmengun frá starfseminni og þá hverjum ? og hvernig hefur fyrirtækið bætt úr? og hefur verið staðið við tímafresti af hálfu fyrirtækisins? ? Hefur bæjarstjórn óskað eftir úrbótum vegna lyktarmengunar frá fyrirtækinu ? Hefur verið fjallað um hvort að staðsetning lyktarmengandi fyrirtækis sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni? - Hefur verið gert áhættumat gagnvart lykt og skilgreint ferli þekktra lyktaruppspretta? Hefur bæjarfélagið látið eða óskað eftir kortlagningu á útbreiðslu lyktar eða látið reikna/meta líkur á lyktamengun í umhverfinu bæði í venjulegum rekstri og þegar stærri ófyrirséð rekstrarvandmál eiga sér stað? - Hefur verið útbúinn viðbragðsáætlun sem lýsir viðbrögðum við frávikum og kvörtunum sem lýsir hvernig samskiptum skal háttað við nágranna og aðra hagsmunaaðila en það geta komið upp frávik í venjulegum rekstri sem geta leitt til mikillar lyktar. - Hefur verið unnin samskiptaáætlun um hvernig nágrannar eru upplýstir um mögulega lykt í nærumhverfi þeirra hér á Dalvík. - Hefur verið sett upp samskiptaáætlun um hvernig íbúar geta tilkynnt um lykt frá starfseminni. - Hefur verið sett upp ferli til að taka móti kvörtunum og skilgreind viðbrögð við þeim? - Hvernig telur bæjarfélagið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hagi eftirliti vöktun og stórn á lyktaruppsprettum frá fiskþurrkuninni?- - - Fer fram farm reglulegt lyktarskynmat með því að þefa af loftinu með stöðluðum vinnubrögðum þar sem niðurstaða er skráð niður eftir sérstöku kerfi. - Er haldið utan um lyktarútbreiðslu og hún ákvörðuð með tölvulíkani líkt og ber að gera og hefur bæjarfélagið þær upplýsingar ? - Er gerð árleg skýrsla þar sem farið er yfir kvartanir sem hafa borist um starfsemina ásamt því að lýsa niðurstöðum innra eftirlits, þar sem fram kemur hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og hvað er áætlað að gera til að draga úr lykt?
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.