Byggðaráð

1038. fundur 15. september 2022 kl. 13:15 - 16:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Safnamál

Málsnúmer 202209055Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:15.

Samkvæmt rafpósti frá forstöðumanni safna þá óskar hún eftir samtali við byggðaráð varðandi næstu skref er varða Byggðasafnið Hvol. Eftir að ákveðið var að hætta við flutninga í Gamla skóla standa eftir margar ósvaraðar spurningar. Óskar forstöðumaður eftir að fá tækifæri til að greina frá þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, framhaldinu á þeirri vinnu og hugmyndum hvernig sé hægt að stefna áfram þó að framtíðarstaðsetning safnsins sé enn óráðin. Hugsanlega þurfi að gera ráðstafanir varðandi framhaldið í þeirri fjárhagsáætlun sem unnið er að.

Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 13:59.
Byggðaráð þakkar Björk og Gísla fyrir komuna og kynninguna.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var samþykkt tillaga að fjárhagsramma fyrir árið 2023 ásamt drögum að forsendum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn;
a) Minnislisti yfir ýmis verkefni.
b) Fjárfestingar og framkvæmdir skv. þriggja ára áætlun.
c) Áhættugreining.
d) Fleira ?
a) Verkefni sett í farvegi eftir því sem við á. Aðallega í formi funda.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Vísað til úrvinnslu í framkvæmdastjórn fyrir fund byggðaráðs.
d) Nei.

3.Gjaldskrár 2023 - til umræðu

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru til umræður forsendur og áherslur varandi gjaldskrár sveitarfélagsins 2023.
Byggðaráð beinir því til stjórnenda og fagráða að fara vel yfir allar gjaldskrár m.a. út frá þeirri þjónustu sem veitt er og kostnaði að baki.

4.Álagning fasteignaskatts - og gjalda árið 2023 - til umræðu

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir prufuálagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda vegna 2023.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:31.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Viltu vita stöðuna í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu

Málsnúmer 202209030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. september 2022, þar sem kynnt eru þrjú af þeim verkefnum sem sveitarfélögin völdu sem samvinnuverkefni í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022 og staðan á þeim en þau eru Microsoft leyfamál, einfaldari skjalamál og rafræn skil. Vakin er einnig athygli á greiningu á stöðu skrifstofuhugbúnaðar umhverfi sveitarfélaga. Skýrslan varpar ljósi á hvað þarf til að sveitarfélögin geti nýtt sér tæknina betur til að einfalda líf starfsmanna sinna, stytta tíma afgreiðslna, nýtt gögn betur á milli kerfa og bætt þ.a.l. rekstur sveitarfélaga. Jafnframt er kynnt staða annarra verkefna stafræna umbreytingteymisins.
Byggðaráð samþykkir að vísa ofangreindu til Upplýsinga- og tækniteymis sveitarfélagsins.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Rimar

Málsnúmer 202209046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanningum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 12. september 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Rimum 1. október nk.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202208097Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni vegna niðurfellingu á húsaleigu

Málsnúmer 202209059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. september sl. þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. -354.723 til lækkunar á lið 04580-4410 vegna húsaleigu til Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem ekki er lengur verið að innheimta fyrir húsaleigu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2022, lækkun á lið 04580-4410 um kr. -354.723, þannig að hann verður kr. 0. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Fundargerðir stjórnar SSNE 2022

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 40.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 912.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs