Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. september 2022, þar sem kynnt eru þrjú af þeim verkefnum sem sveitarfélögin völdu sem samvinnuverkefni í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022 og staðan á þeim en þau eru Microsoft leyfamál, einfaldari skjalamál og rafræn skil. Vakin er einnig athygli á greiningu á stöðu skrifstofuhugbúnaðar umhverfi sveitarfélaga. Skýrslan varpar ljósi á hvað þarf til að sveitarfélögin geti nýtt sér tæknina betur til að einfalda líf starfsmanna sinna, stytta tíma afgreiðslna, nýtt gögn betur á milli kerfa og bætt þ.a.l. rekstur sveitarfélaga. Jafnframt er kynnt staða annarra verkefna stafræna umbreytingteymisins.