Málsnúmer 202302072Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deilarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 28. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna sumarstarfa á Eigna- og framkvæmdadeildar og vegna nemenda í Vinnuskóla.
a) Sumarstarfsmenn á deild 09510; Eigna- og framkvæmdadeild.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 878.851 til þess að laun 3ja sumarstarfsmanna verði til samræmis við laun þeirra starfsmanna sem þeir koma til með að leysa af.
b) Nemendur í Vinnuskóla, deild 0670.
Óskað er eftir launaviðauka að upphæð kr. 5.720.036. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á launum og vinnutíma í Vinnuskóla:
1. Laun ungmenna að ljúka 10. bekk hækki um 36%.
2. Laun ungmenna að ljúka 9. bekk hækki um 26%.
3. Laun ungmenna að ljúka 8. bekk hækki um 26%.
4. Vinnutími ungmenna að ljúka 9. og 10. bekk verði allt að 8 tímar á dag og vinnutími ungmenna að ljúka 8. bekk verði allt að 6 tímar.
5. Vinnutímabil verði frjálsara og ekkert hámark utan 9 vikna.
6. Nemendur Vinnuskóla verði ekki lánaðir til annarra starfa.
Rök fyrir ofangreindu er að aðsókn í Vinnuskólannn hefur verið mjög dræm undanfarin ár. Vilji er til þess að gera Vinnuskólann að eftirsóknarverðari vinnustað m.a. með því að breyta launum og vinnutíma og gera Vinnuskólann almennt sem áhugaverðari vinnustað.
Til umræðu ofangreint.
Helga Íris vék af fundi kl.13:41.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 5.720.036, launaviðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06270. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á vinnutíma nemenda Vinnuskólans og að hætt verði að lána nemendur Vinnuskólans til annarra starfa.