Málsnúmer 202210121Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52.
Tekið fyrir erindi dagsett þann 27. október sl., þar sem forstöðumaður safna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur fólks sem tekur þátt í vinnustofu á vegum Gagarín hönnunarstofu. Um er að ræða áframhaldandi hugmyndavinnu fyrir Byggðasafnið Hvol.
Um er að ræða 1. lið af 5 verkþáttum sem felast í tilboði frá Gagarín sem forstöðumaður kynnti á fundi byggðaráðs 15. september sl. Stefnt er á fyrsta vinnufund í lok nóvembermánaðar.
Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 15:07.