Byggðaráð

1047. fundur 10. nóvember 2022 kl. 13:15 - 18:07 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2022; stýrihópur, framtíðarsýn, samþykktir, gjaldskrá.

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15.

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var bókað;
"Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson, Freyr Antonsson og Gunnar Kristinn Guðmundsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur."

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl.14:46.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

2.Frá forstöðumanni safna; Tillaga um vinnuhóp v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofa

Málsnúmer 202210121Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52.

Tekið fyrir erindi dagsett þann 27. október sl., þar sem forstöðumaður safna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur fólks sem tekur þátt í vinnustofu á vegum Gagarín hönnunarstofu. Um er að ræða áframhaldandi hugmyndavinnu fyrir Byggðasafnið Hvol.

Um er að ræða 1. lið af 5 verkþáttum sem felast í tilboði frá Gagarín sem forstöðumaður kynnti á fundi byggðaráðs 15. september sl. Stefnt er á fyrsta vinnufund í lok nóvembermánaðar.

Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 15:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum um skilgreiningu fulltrúa í hópinn. Störf vinnuhópsins eru ólaunuð.

3.Frá Hjörleifi Hjartarsyni - Erindi til umhverfisráðs vísað frá sveitarstjórn.

Málsnúmer 202206065Vakta málsnúmer

Á 375. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september sl. var tekið fyrir bréf frá Hjörleifi Hjartarsyni, landverði, dagsett þann 9. júní sl., þar sem hann fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgagns innan Friðlands Svarfdæla. Umhverfisráð vísaði málinu til gerðar aðalskipulags. Á 349. fundi sveitarstjórnar þann 20. september sl. var samþykkt sú tillaga að vísa þessum máli til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráðs fjallaði um málið á 1. fundi sínum þann 30. september sl. og ráðið fól skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskpulag. Jafnframt var framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til skipulagsráðs.

Skipulagsráð tók málið fyrir á 4. fundi sínum þann 2. nóvember sl. og fól framkvæmdasviði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafa ofangreint erindi til hliðsjónar við vinnu stýrihópsins skv. 1. lið hér að ofan um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Noðurlandi og tengd verkefni.

4.Frá Hjörleifi Hjartarsyni; Hjóla og göngustígur yfir Svarfaðardalsá

Málsnúmer 202211035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartasyni, dagsett þann 7. nóvember sl., þar sem fram kemur að vegna fyrirhugaðrar Dalvíkurlínu 2 og samhliða lagningu hjólabrautar á milli Akureyrar og Dalvíkur langar Hjörleifi að benda byggðarráði Dalvíkurbyggðar og öðrum sem um málið fjalla að vera vakandi yfir áskorunum og ekki síður möguleikum sem í því felast fyrir Friðland Svarfdæla.

Í því sambandi nefnir hann sérstaklega göngu- og hjólaleið fram í Hrísahöfða þar sem hún liggur yfir Árgerðirsbrú. Upplagt sé að nota tækifærið í samtali við Vegagerðina, RARIK og Umhverfisstofnun til að breikka Árgerðisbrú til norðurs og bæta við hana reiðhjóla/göngustíg sem er afmarkaður með handriði frá þungri bílaumferð yfir brúna.

Byggðaráð þakkar Hjörleifi yfir ofangreint erindi. Lagt fram til kynningar.

5.Frá Steypustöðinni Dalvík ehf.; Ósk um kaupleigu á Böggivisstaðaskála

Málsnúmer 202209082Vakta málsnúmer

Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss." Byggðaráð frestaði afgreiðslu á erindinu þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu.
Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá 1. nóvember sl. þá var heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála afturkölluð og samþykkt var jafnframt að Böggviðsstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindu erindi um kaup eða leigu á Böggvisstaðaskála.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ársfundur náttúruverndarnefnda 10. nóvember - skráning hafin

Málsnúmer 202211015Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, dagsettur þann 1. nóvember sl., þar sem kynnt er ársfundur náttúruverndarnefnda sem fram fer í Grindavík í dag, 10. nóvember. Fram kemur að sveitarstjórnir skulu hafa náttúruverndarnefndir, í samræmi við 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, sem skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Á fundinum verður fjallað um hlutverk náttúruverndarnefnda auk þess sem á dagskránni verða ýmis áhugaverð erindi um umhverfismál sem viðkoma starfsemi og ábyrgð sveitarfélaga.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fer með verkefni náttúruverndarnefndar skv. erindisbréfi. Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á fundinn eru Anna Kristín Guðmundsdóttir og Katrín Sif Ingvarsdóttir.

7.Frá SSNE; Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.

8.Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra; Fjárhagsáætlun HNE 2023

Málsnúmer 202211027Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá HNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra var samþykkt á 226 . fundi Heilbrigðisnefndar þann 2. nóvember sl. Áætlunun er meðfylgjandi, ásamt kostnaðarskiptingu sem sýnir framlög hvers sveitarfélags.

Fram kemur að, að höfðu samráði við SSNE, hefur verið ákveðið að framlengja frest sveitarstjórna til athugasemda við fjárhagsáætlunina til 1. desember nk.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina, vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn og til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir

Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. nóvember sl,., þar sem fram kemur að Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, Skrifstofa loftlagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnum hafa leitað til Sambandsins til að óska eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga.

Óskað er eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.



Lagt fram til kynningar en byggðaráð sér sér ekki fært að Dalvíkurbyggð taki þátt.

10.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um launaviðauka; Frístund

Málsnúmer 202210001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 27. október sl. (sbr. erindi frá 8. september), þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2022 við deild 04280, Frístund, að upphæð kr. 1.717.203.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04280 vegna fjárhagsáætlunar 2022, viðauki nr. 28, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur jafnframt til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum.

11.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um launaviðauka vegna Dalvikurskóla.

Málsnúmer 202210002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 31. október sl. (sbr. erindi frá 8. september), þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 við deid 04210; Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 3.380.203 vegna launa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 3.380.203, viðauki nr. 29 á deild 04210 við fjárhagsáætlun 2022 ,og leggur til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum.

12.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um launaviðauka vegna íslenskukennslu; Dalvíkurskóli

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 8. september sl. þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.693.710 vegna íslenskukennslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 1.693.710, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04210, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum.

13.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna skúringarvélar fyrir íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202211039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til kaupa á nýrri skúringarvél fyrir íþróttamiðstöðina á Dalvík. Óskað var eftir kaupum á nýrri vél við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Vélin bilaði í síðustu viku og er í dag nánast ónothæf. Er því nauðsynlegt að bregðast strax við. Lagt er til að keypt verði vél sem kostar kr. 3.177.976 en óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.560.698 þannig að kr. 617.278 sem er eftir á lið 2810 þessa fjárhagsrárs verði að fullu nýttur upp í þessi kaup.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.560.698 við deild 06500, viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum heimild til að nýta kr. 617.278 á lið 2810 sem ætlar var til kaupa á ýmsum minniháttar búnaði í sund og sal verði nýtt til kaupa á skúringavélinni. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundargerð frá 01.11.2022.

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 1. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; - breytilegir útlánavextir 1. nóvember 2022

Málsnúmer 202211013Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 1. nóvember sl. þar sem fram koma upplýsingar um vaxtakjör Lánasjóðsins.

https://www.lanasjodur.is/lan-til-sveitarfelaga/breytilegir-utlansvextir/
Lagt fram til kynningar.

16.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; í byggðaráði á milli umræðna.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 lagt fram til fyrri umræðu og vísað til umfjöllunar byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá SSNE; Byggðaþróun og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni - sameiginlegt minnisblað landshlutasamtakanna á landsbyggðinni.

Málsnúmer 202211022Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem kynnt er minnisblað minnisblað landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna byggðaþróunar og atvinnuráðgjafar. Minnisblaðið er til komið vegna lausra samninga Byggðastofnunar við landshlutasamtökin annars vegar og hins vegar vegna framlagðra fjárlaga 2023.

Fram kemur m.a. í minnisblaðinu að eigi atvinnuráðgjöf og verkefni tengd byggðarþróun að standa undir nafni er mikilvægt að hækka framlagið til Byggðastofnunar en augljóst er að brýn þörf er á að framlögin verði aukin í takt við þróun launavísitölu og aukinnar ásóknar í ráðgjöf hjá landshlutasamtökunum. Lögð er áhersla á að framlögin verði hækkuð í fjármálaáætlun og komandi fjárlögum til að treysta grunn þessarar mikilvægtu starfsemi í landshlutunum.
Lagt fram til kynningar.

18.Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var farið yfir nýja prufuálagningu fasteignaskatts og fastaeignagjalda 2023. Á fundinum var ofangreint áfram til umfjöllunar. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa starfsmenn fagráða um ábendingar og áherslur byggðaráðs."

Á fundinum var farið yfir drög að tillögu vegna fasteignaskatts- og gjalda 2023.
Frestað.

19.Frá nefndasviði Alþingis; Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

Málsnúmer 202210116Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá nefndasviði Alþingis; Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.

Málsnúmer 202210095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. október sl., þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá SSNE; Fundargerðir 2022, 41. og 42. fundur ásamt fundur fagráðs umhverfismála.

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerði stjórnar SSNE nr. 41. og nr. 42 og fundargerð fagráðs umhverfisrmála frá 23. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs