Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 8. september sl. þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.693.710 vegna íslenskukennslu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 1.693.710, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04210, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum."
Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum.