Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til kaupa á nýrri skúringarvél fyrir íþróttamiðstöðina á Dalvík. Óskað var eftir kaupum á nýrri vél við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Vélin bilaði í síðustu viku og er í dag nánast ónothæf. Er því nauðsynlegt að bregðast strax við. Lagt er til að keypt verði vél sem kostar kr. 3.177.976 en óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.560.698 þannig að kr. 617.278 sem er eftir á lið 2810 þessa fjárhagsrárs verði að fullu nýttur upp í þessi kaup. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.560.698 við deild 06500, viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum heimild til að nýta kr. 617.278 á lið 2810 sem ætlar var til kaupa á ýmsum minniháttar búnaði í sund og sal verði nýtt til kaupa á skúringavélinni. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."