Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá HNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra var samþykkt á 226 . fundi Heilbrigðisnefndar þann 2. nóvember sl. Áætlunun er meðfylgjandi, ásamt kostnaðarskiptingu sem sýnir framlög hvers sveitarfélags. Fram kemur að, að höfðu samráði við SSNE, hefur verið ákveðið að framlengja frest sveitarstjórna til athugasemda við fjárhagsáætlunina til 1. desember nk. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina, vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn og til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar."