Umhverfis- og dreifbýlisráð

6. fundur 03. febrúar 2023 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon , sat fundinn í hans stað.
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu.Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Sveinn Torfason og Atli Þór Friðriksson viku af fundu kl 08:40

2.Áheyrn hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Í bréfi dagsett 9. desember 2022 óska Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Eiríkur Knútur Gunnarsson og Inger Steinsson véku af fundi kl. 09:15

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. janúar 2023, kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í siðareglunum kemur fram að kjörnir fulltrúar Dalvíkurbyggðar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum. Reglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar kynna siðareglurnar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar. Þær verða birtar á vef Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Siðareglurnar prentaðar út og Umhverfis- og dreifbýlisráð undirritar reglurnar til staðfestingar ofangreindu.

4.Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var tekin fyrir afgreiðsla byggðaráðs á fyrirliggjandi tilllögu að Málstefnu Dalvíkurbyggðar þannig að gildandi stefna verði óbreytt.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í Málstefnu Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð bendir á að komið er að endurskoðun og felur sviðsstjóra að koma málinu í rétt ferli." Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber sveitarfélögum að setja sér málstefnu: "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku. Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi Málstefnu Dalvíkurbyggðar óbreytta og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 202301090Vakta málsnúmer

Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði.

Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð.

Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Ábendingtillaga vegna öryggis vegfarenda

Málsnúmer 202301079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að í nýendurskoðuðum snjómokstursreglum er lögð áhersla á mokstur á göngustíg við Svarfaðarbraut. Ráðið leggur til að tekið verður tillit til umræddra athugasemda við uppfærslu á umferðaöryggisáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. "Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
fyrir fundinn er lagt fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreining vegna þeirra.

Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Vegna úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins vegna ágangsfjár.

Málsnúmer 202301154Vakta málsnúmer

Fjallað um úrskurð Dómsmálaráðuneytisins vegna ágangsfjár.
Lagt fram til kynningar.

9.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202211179Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur verkefnastjóra SSNE, sem barst í tölvupósti þann 30. nóvember 2022, þar sem leitað er til sveitarfélaganna á starfssvæðinu um ósk eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra: Þarf að breyta tímatöflum? Má fækka ferðum eða þarf að fjölga? Eru aðrir möguleikar í boða s.s. samþætting aksturs vegna tómstunda eða skóla sem hægt væri að opna á fyrir almenning?

Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tímatöflu almenningssamgangna innan starfssvæðis SSNE.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun HNE 2023

Málsnúmer 202211027Vakta málsnúmer

á 1047. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá HNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra var samþykkt á 226 . fundi Heilbrigðisnefndar þann 2. nóvember sl. Áætlunun er meðfylgjandi, ásamt kostnaðarskiptingu sem sýnir framlög hvers sveitarfélags. Fram kemur að, að höfðu samráði við SSNE, hefur verið ákveðið að framlengja frest sveitarstjórna til athugasemda við fjárhagsáætlunina til 1. desember nk.
Niðurstaða:
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina, vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn og til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Flokkunar 2022

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon , sat fundinn í hans stað.
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs