Í bréfi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. janúar 2023, kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í siðareglunum kemur fram að kjörnir fulltrúar Dalvíkurbyggðar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum. Reglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar kynna siðareglurnar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar. Þær verða birtar á vef Dalvíkurbyggðar.
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur.