Íþrótta- og æskulýðsráð

146. fundur 07. febrúar 2023 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Kristín Kjartansdóttir boðaði forföll og ekki kom varamaður í hennar stað.

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. janúar 2023, kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í siðareglunum kemur fram að kjörnir fulltrúar Dalvíkurbyggðar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum. Reglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar kynna siðareglurnar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar. Þær verða birtar á vef Dalvíkurbyggðar.
Siðareglurnar lagðar fram til kynningar og undirritaðar á fundinum.

2.Pílufélag Dalvíkur

Málsnúmer 202301061Vakta málsnúmer

Stofnað hefur verið nýtt íþróttafélag í Dalvíkurbyggð. Pílufélag Dalvíkur. Tilgangur félagsins er að efla og auka áhuga á pílukasti á svæðinu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að félagið hafi verið styrkt til kaupa á pílubúnaði. Dalvíkurbyggð hefur undanfarin ár fengið styrki sem safnast hafa í sjóði og er þeim ætlað að styrkja verkefni sem stuðla að jaðarsettum hópum og nýjungum.
Félagið hefur fengið aðsetur í gamla frystihúsi Samherja og er reiknað með að það geti hafið störf í mars.

3.Aðild félagsmiðstöðvar að Erasmus+ til 2027

Málsnúmer 202301078Vakta málsnúmer

Félagsmiðstöðin Týr hefur fengið samþykkta aðild að Erasmus og hefur því fengið samþykktan styrk til verkefna næstu 5 árin. Fram kemur í umsókninni að markmiðið sé að tengja betur saman ólíkar stofnanir sem vinna með sama hóp ungmenna. Efla starfsfólk til að takast á við mál sem koma upp með samræmdum hætti og með aukinni samvinnu stuðla að því að jaðarsettir hópar verði ekki útundan og geti fengið fullan aðgang að þeirri þjónustu sem í boði er hverju sinni.
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar munu því fara í fræðsluferðir með eftirfarandi stofnunum/hóp, ein á hverju ári.
Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, Grunnskólum Dalvíkurbyggðar, íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar, Söfn Dalvíkurbyggðar/Menningarhús og einnig stjórnendum Dalvíkurbyggðar.

4.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 17.01.2023 að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög að samkomulagi í samvinnu við ADHD samtökin í samráði við umræðu á fundinum og með bókun ungmennaráðs um aukna fræðslu til ungmenna í huga.

5.Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Gildandi Málstefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt óbreytt á 354. fundi Sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Landsskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022

Málsnúmer 202302021Vakta málsnúmer

Skýrsla Menntavísindastofnunar með niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022 fyrir landið í heild er komin út. Þeir sem vinna að forvörnum hjá sveitarfélaginu nýta niðurstöður skýrslunnar í sinni vinnu.

Lagt fram til kynningar.

7.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2023

Málsnúmer 202302022Vakta málsnúmer

Fráfarandi íþrótta- og æskulýðsráð hvatti nýtt ráð til að taka upp umræðuna um það hvort fundur með íþróttfélögunum sé betri að hausti eða vori.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur ráðsins verði haldinn 2. maí kl. 16:30. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna hvaða málefni íþróttafélögin vilja ræða.

8.Samningar við íþróttafélög 2024-2027

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Samningar Dalvíkurbyggðar við íþróttafélögin rennur út um næstu áramót. Hefja þarf vinnu við endurnýjun á þeim sem fyrst.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi telur vera talsverða sátt um núverandi samninga. Íþrótta- og æskulýðsráð mun því vinna nýja samninga út frá grunni á gildandi samningum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir athugasemdum við núverandi samninga frá íþróttafélögum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

9.Geymsluhúsnæðið Hreiður

Málsnúmer 202301041Vakta málsnúmer

Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. Byggðaráð óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsráð taki til skoðunar lágmarksviðhald á Hreiðrið árið 2023 á grundvelli erindis Skíðafélagsins og leggi fram tillögu til byggðaráðs.
Ekki liggur enn fyrir kostnaðarmat og málinu frestað til næsta fundar.

10.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Eins og fram hefur komið, hefur íþrótta- og æskulýðsráði verið falið að úthluta 50 milljón króna styrk til uppbyggingu íþróttafélaga. Golfklúbburinn hóf uppbyggingnu á vélagageysmlu á síðastsa ári. Var Golfklúbburinn styrktur um kr. 18 milljónir vegna þessa á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður við vélageymsluna er tæpar 54 milljónir. Áætlaður kostnaður til að klára geymsluna er um 33,5 milljónir.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkkir að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir og skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur að uppsöfnuð þörf sé orðin mikil á uppbyggingu íþróttasvæða og telur að fjármagn hefði þurft að vera meira þetta árið, til að vinna upp þá þörf.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar