Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Geymsluhúsnæðið Hreiður og nýr samningur.

Málsnúmer 202301041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1055. fundur - 19.01.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Óskar Óskarson formaður Skíðafélags Dalvíkur, Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Hanna Kristín Gunnarsdóttir, kl. 15:00.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu á fundinn kl. 15:25.

a)Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 9. janúar sl., þar sem fram kemur að fyrir liggur hvernig sem allt fer varðandi nýtt aðstöðuhús á skíðasvæðinu þá mun Hreiður að öllum líkindum sinna sínu hlutverki fyrir Skíðafélag Dalvíkur einhver ár í viðbót. Fram kemur að þörf er að fara í kostnaðarsamar lagfæringar á húsinu til að það uppfylli kröfur um hollustuhætti og jafnvel aðlaga húsið að stærð á nýjum troðara ef hann kæmi á undan nýju húsi. Stjórn félagsins óskar eftir að Dalvíkurbyggð setji fjármagn í lagfæringar, sem gert er grein fyrir í erindnu, sem fyrst til að uppfylla kröfur um mengunarvarnir og hollustuhætti á vinnustað. Ásamt breytingum á húsnæðinu fyrir nýjan troðara, þá er gróflegar áætlaður kostnaður vegna ofangreinds a.m.k. 20 m.kr.

b) Í ofangreindu erindi kemur einnig fram að stjórn félagsins óskar eftir viðræðum um nýjan samning sem fyrst. Samningurinn rennur út um næstu áramót.

Formaður Skíðafélagsins fór yfir teikningar af nýju troðarahúsi.
Upplýst var á fundinum að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023 eru kr. 600.000 vegna viðhalds á Hreiðri.

Björk Hólm vék af fundi kl. 15:53.

Óskar og Hanna Kristín viku af fundi kl. 16:16.

Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 16:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. Byggðaráð óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsráð taki til skoðunar lágmarksviðhald á Hreiðrið árið 2023 á grundvelli erindis Skíðafélagsins og leggi fram tillögu til byggðaráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 146. fundur - 07.02.2023

Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. Byggðaráð óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsráð taki til skoðunar lágmarksviðhald á Hreiðrið árið 2023 á grundvelli erindis Skíðafélagsins og leggi fram tillögu til byggðaráðs.
Ekki liggur enn fyrir kostnaðarmat og málinu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 147. fundur - 07.03.2023

Ekki liggur enn fyrir kostnaðarmat og málinu frestað til næsta fundar.