Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs,og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:20.
Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þann 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022. Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar."
Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026 er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna húsnæðismála Slökkviliðs Dalvíkur.
Vinnuhópurinn kom saman í morgun og gerðu sviðsstjóri, slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri grein fyrir fundinum.
Einnig fylgir fundarboði byggðaráðs:
a)Minnisblað dagsett þann 20. september sl. þar sem sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með forstjóra HSN varðandi hugmyndir um að Slökkviliðið myndi hafa makaskipti við Fasteignir ríkisins og þar með vera í sama húsnæði og sjúkrabílar HSN. Byggt yrði við húsið og öll aðstaða tekin í gegn.
b)Minnisblað dagsett þann 14. desember sl., um fund vinnuhópsins.
c)Rafpóstur sveitarstjóra til forstjóra HSN, dagsettur þann 10. janúar 2023.
Vilhelm Anton vék af fundi kl. 13:41