Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.Niðurstaða:Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD."
Fyrir liggja umfjallanir og afgreiðslur félagsmálaráðs, fræðsluráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs og ungmennaráðs.
Ráðin taka vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna svetiarfélagins. Einnig að mikilvægt sé að ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.