Ungmennaráð

37. fundur 16. desember 2022 kl. 16:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Michal Oleszko aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Verkefni Ungmennaráðs 2022

Málsnúmer 202203060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund ungmennaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eyrun Ingibjörg Sigþórsdóttir og Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Ungmennaráð hafði óskað eftir fundi með sviðsstjórun hjá Dalvíkurbyggð til að kynna og ræða verkefni ungmennaráðs í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Farið var yfir verkefni ungmennaráðs og rætt hvaða málum er hægt að vísa til ráðsins til umsagnar.
Ungmennaráð þakkar gestum fyrir komuna.
Eyrún Ingibjörg, Gísli Bjarnson og Bjarni viku af fundi kl. 16:20

2.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til ungmennaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 kr. í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi. Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.
Ungmennaráð tekur vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins. Einnig telur ráðið mikilvægt að ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.

3.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202211179Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2022, en málinu var vísað til ungmennaráðs frá byggðaráði þann 08.12 sl þar sem fram kemur að SSNE hefur unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e. frá Húsavík og til Þórshafnar. Sú tímatafla sem nú er ekið eftir hefur verið óbreytt í mörg ár, en aðstæður hafa breyst og ástæða til að taka stöðuna. SSNE leitar því nú til sveitarfélaganna á starfssvæðinu og óskað er eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra: Þarf að breyta tímatöflum? Má fækka ferðum eða þarf að fjölga ? Eru aðrir möguleikar í boða s.s. samþætting aksturs vegna tómstunda eða skóla sem hægt væri að opna á fyrir almenning? Leitast er eftir því við sveitarfélögin að þau sendi SSNE umbeðnar upplýsingar fyrir 18. janúar 2023.
Ungmennaráð telur tímaplanið henta ágætlega eins og það er. Gera má betur ráð fyrir stoppi hjá MA og Kostnaður er frekar hár og mætti vera meiri afsláttur fyrir nemendur.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Michal Oleszko aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar