Málsnúmer 202206135Vakta málsnúmer
Út er komin Ánægjuvogin, sem unnin er af Rannsóknum & greiningu (R&G) fyrir Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í Ánægjuvoginni felst að spurningum tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalista í könnuninni Ungt fólk, sem lögð var fyrir nemendur í 8.-10. bekk í febrúar og mars 2022. Í Ánægjuvoginni er meðal annars spurt um ánægju iðkenda með íþróttafélagið, þjálfara, íþróttaaðstöðu og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfi. Einnig eru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar nemenda við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu og andlega og líkamlega heilsu, svefn og neyslu orkudrykkja.