Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð

139. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristín Kjartansdóttir aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir boðaði forföll. Magni Þór Óskarsson mætti í hennar stað.

1.Fundartími íþrótta- og æskulýðsráðs kjörtímabilið 2022-2026

Málsnúmer 202208123Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að ráðið haldi áfram sömu fundartímum og verið hefur undanfarin ár. Ráðið fundar fyrsta virka þriðjudag í mánuði kl. 8:15.
Samþykkt með 5 atkvæðum.

2.Ályktun frá aðalfundi Skíðafélags Dalvíkur -uppbyggingaráætlun félagsins

Málsnúmer 202206034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur haldinn 30. maí sl. skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaráætlun félagsins. Um sé að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara sem var á áætlun fráfarandi sveitarstjórnar á árunum 2020-2025. Aðalfundur skorar á sveitarstjórn að hefja viðræður við félagið sem fyrst og uppfæra áðurgerða áætlun og í framhaldinu setja fjármagn í verkefnin á árunum 2022-2026.
Byggðaráð vísaði erindinu til ráðsins til umfjöllunar.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum skíðafélagsins fyrir næsta fund ráðsins.

3.Fjárhagsáætlun 2023; geymsluhúsnæði og endurnýjun snjótroðara

Málsnúmer 202206088Vakta málsnúmer

Um er að ræða sama grunn og í málinu á undan (202206088) um ályktun aðalfundar skíðafélagsins og er eins samþykkt að sviðsstjóri ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fundi með fulltrúum skíðafélagsins fyrir næsta fund ráðsins.

4.Samningur um uppbyggingu á Arnarholtsvelli 2022

Málsnúmer 202205199Vakta málsnúmer

Byggðaráð vísaði samnning vegna vinnu við fjárhagsáætluna 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026 til ráðsins. Á fjárhagsáætlun ársins 2022 eru kr. 18.000.000 heimild til Golfklúbbsins Hamars sem framlag Dalvíkurbyggðar vegna vélageymslunnar.
Lagt fram til kynningar

5.Fjárhagsáætlun 2023 - Golfklúbburinn Hamar

Málsnúmer 202206071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri, bréf dagsett þann 19. júní 2022, þar sem fram kemur að félagið þurfið að treysta á áframhaldandi framlag frá Dalvíkurbyggð til að geta klárað vélageymslu, svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsöm lántaka. Vegna vélageymslu, áframhaldandi uppbyggingar á vellinum og kaupa á slátturróbótum þá óskar félagið eftir styrkjum sem hér segir; Árið 2023; 40 - 55 m.kr. Árið 2024; 30 m.kr. Árið 2025; 30 m.kr. Árið 2026; 30 m.kr.
Byggðaráð vísaði erindinu til vinnslu hjá ráðinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum golfklúbbsins fyrir næsta fund ráðsins.

6.Fjárhagsáætlun 2023; ýmislegt frá íbúaráði og íbúum á Árskógssandi

Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri óskum um ýmis mál í 22 liðum.
Lagt fram til kynningar og verður haft til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

7.Fjárhagsáætlun 2023; ýmis verkefni

Málsnúmer 202206060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 19. júní 2022, þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum sem óskað er eftir að fari inn á fjárhagsáætlun 2023 í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar og verður haft til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

8.Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, dagsett þann 12. júní 2022, þar sem skorað er á sveitarfélagið að taka til endurskoðunar hvatagreiðslur til barna og ungmenna í gegnum ÆskuRækt/Sportabler. Áskorunin felst í því að Dalvíkurbyggð hækki aldursmörk á hvatagreiðslum upp í 18 ára og á sama tíma að 17-18 ára geti nýtt hvatagreiðslur á einum stað, þ.e. við eina íþrótt/tómstund sé þess óskað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna gögn um hvatagreiðslur og æfingargjöld fyrir næsta fund.

9.Fjárhagsáætlun 2023; frá sjósundhópi

Málsnúmer 202206095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lenku Uhrová, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, er varðar tillögu frá sjósundshópi hér á Dalvík.
Lagt fram til kynningar og verður rætt betur á næsta fundi.
Magni vék af fundi kl. 9:05 undir þessum lið vegna vanhæfis.

10.Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um aðkomu að uppbyggingu heilsárs starfs

Málsnúmer 202206074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Knattspyrnudeild Dalvikur óskar hér með eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar að uppbyggingu heilsárs starfs (100%) í kringum knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð og að það komist inn í fjárhagsáætlun 2023. Eins sé mikilvægt að endurskoðun eigi sér stað að aðkomu Dalvíkurbyggðar og íþróttafélaga í sveitarfélaginu að UMSE, þessi mál ættu að vera skoðuð í samhengi, að mati knattspyrnudeildarinnar.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar UMFS fyrir næsta fund ráðsins.
Magni kom aftur inn á fundinn kl. 9:20

11.Ánægjuvogin 2022

Málsnúmer 202206135Vakta málsnúmer

Út er komin Ánægjuvogin, sem unnin er af Rannsóknum & greiningu (R&G) fyrir Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í Ánægjuvoginni felst að spurningum tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalista í könnuninni Ungt fólk, sem lögð var fyrir nemendur í 8.-10. bekk í febrúar og mars 2022. Í Ánægjuvoginni er meðal annars spurt um ánægju iðkenda með íþróttafélagið, þjálfara, íþróttaaðstöðu og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfi. Einnig eru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar nemenda við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu og andlega og líkamlega heilsu, svefn og neyslu orkudrykkja.
Lagt fram til kynningar

12.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

13.Göngum í skólann 2022

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Verkefnið "Göngum í skólann" verður sett í sextánda sinn miðvikudaginn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október
Lagt fram til kynningar

14.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Rætt um þá vinnu sem er framundan varðandi yfirferð og breytingar á gjalskrám málaflokksins samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Tillögur að gjaldskrám verða lagðar fram á næsta fundi ráðsins.

15.Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 202208008Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram til kynningar niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

16.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Farið yfir tímaáætlun vegna vinnu við starfs og fjárhagsáætlun. Drög að starfsáætlun verða lögð fyrir ráðið á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristín Kjartansdóttir aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi