Fjárhagsáætlun 2023 - Golfklúbburinn Hamar

Málsnúmer 202206071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 19. júní 2022, þar sem fram kemur að félagið þurfið að treysta á áframhaldandi framlag frá Dalvíkurbyggð til að geta klárað vélageymslu, svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsöm lántaka. Vegna vélageymslu, áframhaldandi uppbyggingu á vellinum og kaupa á slátturóbótum þá óskar félagið eftir styrkjum sem hér segir;

Árið 2023; 40 - 55 m.kr.
Árið 2024; 30 m.kr.
Árið 2025; 30 m.kr.
Árið 2026; 30 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri, bréf dagsett þann 19. júní 2022, þar sem fram kemur að félagið þurfið að treysta á áframhaldandi framlag frá Dalvíkurbyggð til að geta klárað vélageymslu, svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsöm lántaka. Vegna vélageymslu, áframhaldandi uppbyggingar á vellinum og kaupa á slátturróbótum þá óskar félagið eftir styrkjum sem hér segir; Árið 2023; 40 - 55 m.kr. Árið 2024; 30 m.kr. Árið 2025; 30 m.kr. Árið 2026; 30 m.kr.
Byggðaráð vísaði erindinu til vinnslu hjá ráðinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum golfklúbbsins fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Rætt um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskuýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að sett verði upp 4 ára áætlun vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð.