Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dags. 16. júní 2022 frá Laxós ehf. lóðarhafa athafnalóðar nr. 31 við Öldugötu Árskógssandi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, sem samþykkt var 18.11.2016 þannig að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,3 í 0,41 miðað við einnar hæðar byggingu og úr 0,4 í 0,5 miðað við tveggja hæða byggingu.
Í frumdrögum að byggingu seiðaeldisstöðvar á lóðinni er miðað við að heildarflatarmál stöðvarinnar verði um 4.500 m². Flatarmál lóðarinnar er 11.719 m².
Í gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 0,3 fyrir einnar hæðar byggingu, (allt að 3.615 m²) og 0,4 (allt að 4.687 m²) fyrir byggingu á tveimur hæðum.
Hvorki er óskað eftir breytingu á byggingarreit né öðrum skipulagsákvæðum innan lóðarinnar af hálfu lóðarhafa.
Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.