Skipulagsráð

7. fundur 08. febrúar 2023 kl. 14:00 - 18:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Dagskrá

1.Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 8. febrúar 2023 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Í tillögunni eru kynntir fjórir valkostir að íbúðabyggð: þrjár einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og lóð fyrir fjórar til fimm raðhúsaíbúðir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði breyting á aðalskipulagi þar sem skilmálum reits ÍB 313 við Svarfaðarbraut er breytt á þann veg að heimilt verði að skipuleggja tvær parhúsalóðir. Skipulagsráð telur um óverulega breytingu að ræða og málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.
Ágúst Hafsteinsson vék af fundi 14:50

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. janúar 2023, kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Í siðareglunum kemur fram að kjörnir fulltrúar Dalvíkurbyggðar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum. Reglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar kynna siðareglurnar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar. Þær verða birtar á vef Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Siðareglurnar prentaðar út og skipulagsráð undirritar reglurnar til staðfestingar ofangreindu.

3.Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var tekin fyrir afgreiðsla byggðaráðs á fyrirliggjandi tilllögu að Málstefnu Dalvíkurbyggðar þannig að gildandi stefna verði óbreytt.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í Málstefnu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð bendir á að komið er að endurskoðun og felur sviðsstjóra að koma málinu í rétt ferli." Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber sveitarfélögum að setja sér málstefnu: "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku. Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt. "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi Málstefnu Dalvíkurbyggðar óbreytta og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Lagt fram til kynningar.

4.Ábendingtillaga vegna öryggis vegfarenda

Málsnúmer 202301079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík. Eftirfarandi var bókað á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráði:
"Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að í nýendurskoðuðum snjómokstursreglum er lögð áhersla á mokstur á göngustíg við Svarfaðarbraut. Ráðið leggur til að tekið verði tillit til umræddra athugasemda við uppfærslu á umferðaöryggisáætlun sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð tekur undir bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 16. júní 2022 frá Laxós ehf. lóðarhafa athafnalóðar nr. 31 við Öldugötu Árskógssandi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, sem samþykkt var 18.11.2016 þannig að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,3 í 0,41 miðað við einnar hæðar byggingu og úr 0,4 í 0,5 miðað við tveggja hæða byggingu.

Í frumdrögum að byggingu seiðaeldisstöðvar á lóðinni er miðað við að heildarflatarmál stöðvarinnar verði um 4.500 m². Flatarmál lóðarinnar er 11.719 m².
Í gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 0,3 fyrir einnar hæðar byggingu, (allt að 3.615 m²) og 0,4 (allt að 4.687 m²) fyrir byggingu á tveimur hæðum.

Hvorki er óskað eftir breytingu á byggingarreit né öðrum skipulagsákvæðum innan lóðarinnar af hálfu lóðarhafa.


Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Hún telst því óveruleg og ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna.
Skipulagsráð heimilar að gerð verði óveruleg deiliskipulagsbreyting og leggur til við sveitarstjórn að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu skal grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum:
Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Í tölvupósti dags. 24.06.2022 óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn sveitarfélagsins um það hvort sveitarfélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss við Öldugötu 31 samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélags hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda. Einnig óskar UST eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr.
Fyrirhuguð seiðaeldisstöð Laxóss verður í samræmi við áherslu sveitarfélagsins „á fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem byggist m.a. á mannauði, gæðum lands og sjávar, aðdráttarafli náttúrufegurðar og menningarlífs. Stuðlað verði að nýsköpun sem m.a. byggist á hugviti og hátækni í sjávarútvegi og fullvinnslu sjávarafurða, landbúnaði, iðnaði, ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum“ (kafli 3.2. í AS-Dal.). Starfsemin verður í samræmi skilmála og ákvæði Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um athafnasvæði. Skipulagsráð telur ekki tilefni til þess að setja sérstaka skilmála um seiðaeldisstöð í aðalskipulag eða sérákvæði um niðurgrafnar lagnir.
Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Skipulagsráð telur því að um óverulega breytingu að ræða og hún ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna.

Skipulagsráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Tillaga varðandi skipulag; Skógarhólar 8 og 10.

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 354. sveitarstjórnarfundi var eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni samþykkt, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10:
"Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu.
Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. "
"...Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram."
Skipulagsráð leggur til að framkvæmdasvið kanni byggingarhæfi umrædds svæðis og leggi niðurstöður fyrir ráðið þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi Öldugata 12-16 niðurstaða grenndarkynningar

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna erindis EGÓ húsa ehf. þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja tvö þriggja íbúða raðhús á einni hæð með samtals sex íbúðum á þremur einbýlishúsalóðum við Öldugötu 12, 14 og 16 á Árskógssandi, lauk 30. janúar 2023 án athugasemda.
Send voru út kynningargögn á nítján næstu nágranna í formi skýringaruppdráttar frá m2hús ehf og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Við breytinguna fellur lóðarnúmerið Öldugata 16 út.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um lóð, Skógarhólar 12

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 31. desember 2022, sækir Gunnlaugur Svansson um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík.
Alls bárust tvær umsóknir um Skógarhóla 12 frá Gunnlaugi Svanssyni og Leó verktakar ehf. og samkvæmt 3.1.1. lið reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem fram kemur að einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða. Á þessum forsendum samþykkir því skipulagsráð umsóknina frá Gunnlaugi Svanssyni um lóðina við Skógarhóla 12 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um lóð, Skógarhólar 12

Málsnúmer 202301146Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 30. desember 2022, sækir Leó verktaki ehf. um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík.
Alls bárust tvær umsóknir um Skógarhóla 12 frá Gunnlaugi Svanssyni og Leó verktakar ehf. og samkvæmt 3.1.1. lið reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem fram kemur að einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða. Á þessum forsendum hafnar skipulagsráð því umsókn Leó verktaka ehf. um lóðina við Skógarhóla 12.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Hauganes-Nýjar lóðir

Málsnúmer 202301164Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti stöðu mála við fyrirhugaðri hönnun á nýrri götu á Hauganesi.
Fyrir liggur tilboð í hönnun á nýrri götu, d götu á Hauganesi. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að setja af stað hugmyndaleit að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi í samræmi við nýtt deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð mun halda áfram vinnu við gerð minnisblaðs fyrir skipulagsráðgjafa með forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð felur formanni ráðsins að vinna minnisblað með hugmyndum að deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg sem fram komu á fundinum og senda til skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir máli 13 og 14. kl. 17:45

13.Hringtún 24 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Tekin fyrir grenndarkynning einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 24 Dalvík sem grenndarkynnt var fyrir nítján næstu nágrönnum frá 10. janúar til 31. janúar 2023. Í grenndarkynningargögnunum óskar lóðarhafi eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Í tillögunni kemur fram að gert er ráð fyrir að mænishæðin er sjö metrar. í gildandi deiliskipulagi er skilmálar fyrir tveggja hæða hús með 6 m hæstu vegghæð og 8,2 m hæstu mænishæð.
Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir frekari fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

14.Hringtún 26- ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202302024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 3 febrúar 2023 frá Agli Júlíussyni lóðarhafa einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 26 Dalvík. Í erindinu er óskað eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Innan 31.85 m djúprar lóðarinnar er 3 m hæðarmismunur frá götuhlið og upp til vesturs.
Samkvæmt deiliskipulagi Hóla-og Túnahverfis m.s.br. er lóðin Hringtún 26 fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með skilmála um mestu vegghæð er 6 metrar og mænishæð 8,2 m. Samkvæmt tillöguteikningum lóðarhafa er sótt um heimild til að breyta deiliskipulagi með heimild fyrir einbýlishús á 1 hæð með vegghæð 2,9 m og mænishæð 4,84 m. Skipulagsráð telur að óskir umsækjanda fela í sér verulega breytingu á götumynd þar sem vegg- og mænishæð húss er töluvert lægri en deiliskipulagsskilmálar gera ráð fyrir. Í deiliskipulagi er jafnframt lögð rík áhersla á að byggingar falli að þeim landhæðum og landslagi sem er innan hverrar lóðar.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillögu um einnar hæðar hús innan lóðarinnar verði hafnað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Júlíus Magnússon kom aftur inn á fundinn kl 18:15

15.Skíðabraut 12, Gamli skóli, kaup á eigninni

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. voru málefni um framtíð Gamla skóla til umfjöllunar og samþykkt að halda íbúafund til að upplýsa um þá ákvörðun sveitarstjórnar að verkefninu um Friðlandsstofu og Gamla skóla verði ekki haldið áfram í núverandi mynd. Á íbúafundi þann 6. desember sl. var kynnti formaður byggðaráðs stöðu verkefnisins og hússins í kjölfar úttektar á ástandi þess og áætlana um framkvæmdakostnað. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og ríkið sem meðeiganda að Gamli skóli verði seldur með ákveðnum kvöðum." Fyrir skipulagsráði liggur að taka ákvörðun um lóðamörk.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá lóðarleigusamningi og lóðarblaði fyrir Gamla skóla samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Umsókn um byggingaleyfi Brautarhóll

Málsnúmer 202302035Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Valbirni Vilhjálmssyni sem fyrir hönd Sigurðar Sigurðarsonar kt. 020476-4279 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar einbýlishúss á bújörðinni Brautarhóli í Svarfaðardal. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni dags. 27. janúar 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda þá verði fallið frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að húsið rísi í u.þ.b. 30 m fjarlægð frá Skíðadalsvegi enda samræmist staðsetning þess byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu og fela byggingarfulltrúa að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.