Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 16. júní 2022 frá Laxós ehf. lóðarhafa athafnalóðar nr. 31 við Öldugötu Árskógssandi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, sem samþykkt var 18.11.2016 þannig að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,3 í 0,41 miðað við einnar hæðar byggingu og úr 0,4 í 0,5 miðað við tveggja hæða byggingu. Í frumdrögum að byggingu seiðaeldisstöðvar á lóðinni er miðað við að heildarflatarmál stöðvarinnar verði um 4.500 m². Flatarmál lóðarinnar er 11.719 m². Í gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 0,3 fyrir einnar hæðar byggingu, (allt að 3.615 m²) og 0,4 (allt að 4.687 m²) fyrir byggingu á tveimur hæðum. Hvorki er óskað eftir breytingu á byggingarreit né öðrum skipulagsákvæðum innan lóðarinnar af hálfu lóðarhafa. Niðurstaða:Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Hún telst því óveruleg og ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna. Skipulagsráð heimilar að gerð verði óveruleg deiliskipulagsbreyting og leggur til við sveitarstjórn að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu skal grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð telur ekki forsendur til að taka afstöðu til málsins fyrr en að honum loknum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.