Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Kynningu skipulagslýsingar fyrir breytinguna lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við gerð vinnslutillögu í samræmi við tillögu B og umræður á fundinum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram.