Skipulagsráð

19. fundur 10. apríl 2024 kl. 14:00 - 16:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar íbúðarsvæðis

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 314-ÍB, unnin af Teikna teiknistofu.
Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 6. apríl sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslan með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Skógarhólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Kynningu skipulagslýsingar fyrir breytinguna lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við gerð vinnslutillögu í samræmi við tillögu B og umræður á fundinum.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði sem verður um 0,05 ha að flatarmáli.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri 500 m2 lóð fyrir iðnaðarstarfsemi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð vestan Böggvisbrautar.
Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 13. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að deiliskipulagsgerð í samræmi við tillögu A í frumdrögum skipulagshönnuðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Árskógssandi lauk þann 13. febrúar sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að deiliskipulagsgerð í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Öldugata 31 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl.
Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
"Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð."

Samþykkt með þremur atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

8.Framkvæmdir á vegum Dalvíkurbyggðar 2024 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202404064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirtaldar framkvæmdir:
- Böggvisstaðahringur - breikkun og lýsing
- Grundargata - nýlagning gangstétta
- Göngustígur við Hringtún - malbikun og lýsing
- Hauganes - gangstétt og bílastæði
- Hólavegur - bílastæði
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Skipulagsráð samþykkir að áform um framkvæmdir við bílastæði í Hólavegi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Hálseyrar og Leirlág - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi og efnislosun

Málsnúmer 202403089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2024 þar sem Hallgrímur Hreinsson f.h. Dalverks ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir a) efnistöku á allt að 20.000 m3 til 5 ára úr jarðvegsnámu á Hálseyrum og b) fyrir losun jarðefnis í Leirlág.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Strenglögn innan þéttbýlis á Dalvík - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Rögnvaldur Guðmundsson f.h. Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Hauganes - umsókn um leyfi fyrir tilraunaborun eftir jarðsjó

Málsnúmer 202404057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um leyfi til tilraunaborunar eftir jarðsjó á Hauganesi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaholu þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Umsókn um uppsetningu skiltis við strandblakvöll

Málsnúmer 202403116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík.
Stærð skiltis er 90 x 150 cm.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið.
Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Garðatröð 4 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202404056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Auður Jónsdóttir sækir um frest til framkvæmda á frístundalóð nr. 4 við Garðatröð (Hamar - lóð 16).
Úthlutun lóðarinnar var staðfest í sveitarstjórn þann 18. október 2022.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að frestur til framkvæmda verði veittur til 1. júlí 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Fjárhús sunnan Ásgarðs - ósk um kaup

Málsnúmer 202404040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík.
Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

15.Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um matsáætlun

Málsnúmer 202404071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur er veittur til 17. apríl nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

16.Lausar lóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304040Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð samantekt á lausum lóðum í Dalvíkurbyggð í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 13. mars sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðir lausar til úthlutunar í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Bakki efnisnám - tilkynning um kæru nr. 32/2024

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra Náttúrugriða til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er m.a. sú ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að heimila 37.000 m3 efnistöku í landi Bakka í Svarfaðardal til 5 ára.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi