Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 13. mars 2024 þar sem Hallgrímur Hreinsson f.h. Dalverks ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir a) efnistöku á allt að 20.000 m3 til 5 ára úr jarðvegsnámu á Hálseyrum og b) fyrir losun jarðefnis í Leirlág. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.