Sveitarstjórn

368. fundur 16. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir / Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs / Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1101, frá 21.03.2024

Málsnúmer 2403009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202403088.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202401136 - verkstjóri Vinnuskóla.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202403095.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202403097.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202103109.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1102; frá 04.04.2024

Málsnúmer 2404001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202404023.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202403057.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202403097.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1103, frá 11.04.2024

Málsnúmer 2404008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202309097.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311015.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202105076.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202110067.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202201009.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202212136.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202404036.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 277, frá 09.04.2024.

Málsnúmer 2404004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 292, frá 10.04.2024

Málsnúmer 2404003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202402040 - skóladagaatal Dalvíkurskóla.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202311016.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202304046.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 160, frá 09.04.2024

Málsnúmer 2404006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 19, frá 10.04.2024.

Málsnúmer 2404005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202402087.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202301077.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202404055.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202404044.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 2023090104.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202404064.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202403089.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202310054.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202404057.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202403116.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202404056.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202404071.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 19, frá 05.04.2024.

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202404026.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 134, frá 11.04.2024.

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202402154.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202402152.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202402153.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202402139.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202310141.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2024; Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2023. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsso og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun. Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi. Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 260.337.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 206.244.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 180.302.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 120.012.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 602.554.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 609.715.000.
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 14. maí nk.

11.Frá 1097. fundi byggðaráðs þann 22.02.2024; Launaviðauki

Málsnúmer 202402081Vakta málsnúmer

Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.844.455 vegna launa, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda launaviðauka nr. 8 að upphæð kr. 11.844.455 við fjárhagsáætlun 2024 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1101. fundi byggðaráðs þann 21.03.2024; Launaviðauki

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 8.346.255, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan launaviðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 8.346.255 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1102. fundi byggðaráðs þann 04.04.2024; Viðaukabeiðni - Varðveislurými vegna Byggðasafnsins.

Málsnúmer 202404023Vakta málsnúmer

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna og menningarhúss, dagsett þann 25. mars 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2810, til að kaupa hillu og búnað í uppfærðan varðveislustað fyrir Byggðasafnið í kjallara Ráðhúss Dalvíkur. Fram kemur að fyrir liggur hönnun á rýminu frá sérfræðingi og forverði hjá Listasafni Íslands svo að það megi nýtast sem best. Í ljósi þess að senn þarf að rýma Hvol er mikilvægt að koma varðveislustaðnum í Ráðhúsinu í gott horf til að áfram verði hægt að sinna faglegu starfi safnsins, s.s. pakkningu og skráningu, þó að ekki sé vitað hvenær hægt sé að bjóða gestum að skoða sýningu að nýju. Þetta sé einnig mikilvægur liður í því að halda í viðurkenningu safnsins frá Safnaráði. Vonir eru bundnar við að geymsluaðstaðan verði til mikils sóma og hægt verði jafnvel að bjóða áhugasömum, skólahópum og öðrum í vettvangsferðir og kynningar í það rými. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 05320-2850 að upphæð kr. 1.140.000 til kaupa á hillum ásamt vagni á hjólum. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2850 vegna kaupa á hillum og vagni á hjólum vegna Byggðasafns. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1101. fundi byggðaráðs þann 21.03.2024; Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar - staða og framtíð - heimild til að ráða verkstjóra Vinnuskóla.

Málsnúmer 202401136Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:00. Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Helga fór yfir skipulag og stöðu Vinnuskólans og helstu áskornir í starfi hans. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við Fræðslusvið að finna lausn á húsnæðisvanda Vinnuskólans. Ráðið telur nauðsynlegt að ráðinn sé inn verkstjóri fyrir Vinnuskólann. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 30. janúar sl. sem tekið var jafnframt fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði. Til umræðu ofangreint. Helga Íris vék af fundi kl. 14:48.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með upplýsingar um kostnað og útfærslu á starfi verkstjóra Vinnuskóla og að horft verði í leiðinni almennt á mönnun í sumar á Eigna- og framkvæmdadeild, fyrir næsta fund. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með tillögu að húsnæðismálum Vinnuskóla í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins eftir því sem við á, fyrir næsta fund." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi útreikningar mannauðs- og launafulltrúa varðandi kostnað við starf verkstjóra vinnuskóla. Áætlaður kostnaður án persónuálags er kr. 2.807.602 miðað við 4 mánuði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um leigu á húseiningum til leigu, kostnaður á mánuði er um kr. 167.000 með vsk. Á fundinum kom einnig fram að deildarstjóri er í samskiptum við skólastjóra Dalvíkurskóla um mögulega aðstöðu fyrir Vinnuskólann þar í sumar.Niðurstaða:a) Byggðaráð leggur áherslu á að Vinnuskólanum verði fundinn aðstaða innan veggja stofnana sveitarfélagsins. b) Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að kanna hvort hægt sé að samtvinna starf vegna verkstjórn á Vinnuskólanum með öðrum tímabundnum störfum á Eigna- og framkvæmdadeild." Helga Íris gerði grein fyrir þróun málsins á milli funda. Fram kom að hún og skólastjóri Dalvíkurskóla hafa gert með sér samkomulag um að Vinnuskólinn fær að nýta húsnæði Dalvíkurskóla. Helga Íris ræddi um umsóknir um sumarstörf og störf flokkstjóra og horfur varðandi að manna störfin í sumar hjá Eigna- og framkvæmdadeild.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum veita deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar heimild til að auglýsa eitt af sumarstörfum 3 sem starf verkstjóra Vinnuskóla."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar heimild til að auglýsa eitt af sumarstörfunum þremur vegna Eigna- og framkvæmdadeildar sem starf verkstjóra Vinnuskóla.

15.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:38. Á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið. Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð. Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnisblað frá sviðsstjóra, dagsett þann 22. janúar sl., varðandi vinnu á íþrótta- og æskulýðssviði, bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og málefni Frístundar. Gisli vék af fundi kl. 15:10.Niðurstaða:Frekari umfjöllun frestað."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með, fyrir næsta fund byggðarráðs, nánari útfærslur á þeim tillögum sem koma fram í erindinu, s.s. starfslýsingar, sem og að skoða hvort aðrar leiðir og útfærslur séu í boði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: Drög að starfslýsingu fyrir nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar. Drög að nýrri starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Gísli vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi: Nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar verði ekki búið til, sbr. tillaga að starfslýsingu. Ekki verði gerðar þær breytingar á starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem lagðar eru til. Starfssemi Frístundar verði áfram í Dalvíkurskóla undir stjórn skólastjóra Dalvíkurskóla. Starfssemi Vinnuskóla verði áfram á Framkvæmdasviði undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs:
a) Nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar verði ekki búið til, sbr. tillaga að starfslýsingu.
b) Ekki verði gerðar þær breytingar á starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem lagðar eru til.
c) Starfssemi Frístundar verði áfram í Dalvíkurskóla undir stjórn skólastjóra Dalvíkurskóla.
d) Starfssemi Vinnuskóla verði áfram á Framkvæmdasviði undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.

16.Frá 1101. fundi byggðaráðs þann 21.03.2024; Félagsheimili Árskógur - umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202403095Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 18. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækisfærisleyfi vegna Svardælsk mars í félagisheimilinu Árskógi 23. mars nk. Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir skipulagsfulltrúa og eldvarnareftirlits. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir frá byggingafulltrúa og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við tækifærisleyfi vegna Svarfdælsk mars í félagsheimilinu Árskógi 23. mars sl., með fyrirvara um umsagnir byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

17.Frá 1101. fundi byggðaráðs þann 21.03.2024 og frá 1102. fundi byggðaráðs þann 04.04.2024; Beiðni um umsögn vegna breytinga á póstþjónustu

Málsnúmer 202403097Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts. Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk. Niðurstaða:Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti. Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar. Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins."

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað til viðbótar:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsögn frá sveitarstjóra dagsett þann 27. mars sl.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög að umsögn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir ofangreinda bókun byggðaráðs frá 1101. fundi og meðfylgjandi umsögn sveitarstjóra frá 1102. fundi.

18.Frá 1101. fundi byggðaráðs þann 21.03.2024; Skíðabraut 12, söluyfirlit vegna sölu á eigninni.

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað: "Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19.. Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju. Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga. Til umræðu ofangreint. Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu." Á fundinum var farið yfir drög að söluyfirliti sem barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 21. mars 2024.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við drög að söluyfirliti vegna Gamla skóla við Skíðabraut 12.

19.Frá 1102. fundi byggðaráðs þann 04.04.2024; Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Dalvík

Málsnúmer 202403057Vakta málsnúmer

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Haukur A. Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Dalvík, kl. 13:15. Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Björgunarsveitina á Dalvík 2024-2027. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki atugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Til máls tók: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar." Til umræðu ofangreind drög. Haukur vék af fundi kl. 13:54.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum í samráði við formann Björgunarsveitarinnar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir árin 2024-2027.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarsveitarinnar á Dalvík fyrir árin 2024-2027. Samningsfjárhæðin er samtals kr. 38.520.000.

20.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð - samningur við Skíðafélag Dalvíkur um aðstöðuhús

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var etirfarandi bókað:
"Á 158. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og sækulýðsfulltrúi fór yfir vinnuskjal vegna áætlana um uppbyggingu íþróttasvæða til næstu ára.Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að gera heilstæðan samning um uppbyggingu hvers verkefnis fyrir sig. Næsta verkefni er bygging á troðarahúsi við Brekkursel. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að samnningi við skíðafélagið og leggja fyrir sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á troðarahúsi á 3 árum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur til 3ja ára vegna uppbyggingar á aðstöðuhúsi sunnan við Brekkusel. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með eftirfarandi breytingum: a) Samningsfjárhæðin á samningstímanum verði eins og um hefur verið rætt kr. 150.000.000. b) Að það komi skýrt fram að framlag Dalvíkurbyggðar skv a) lið hér að ofan er heildarframlag Dalvíkurbyggðar og ekki verði hægt að sækja meira til sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum
a) að samningsfjárhæðin á samningstímanum verði eins og um hefur verið rætt kr. 150.000.000.
b) að það komi skýrt fram að framlag Dalvíkurbyggðar skv a) lið hér að ofan er heildarframlag Dalvíkurbyggðar og ekki verði hægt að sækja meira til sveitarfélagsins.

21.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Innkauparáð; fundargerðir

Málsnúmer 202201009Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundargerð frá Innkauparáði Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. apríl sl., er varðar beiðni um framlengingu á samningi um snjómokstur við Steypustöðina á Dalvík ehf. Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar styður hún að nýtt verði sér ákvæði í samningi um framlengingu. Samningur til þriggja ára er til 15. maí nk. og síðan er heimild til að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila, en til eins árs í senn. Innkauparáð sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja samninginn um snjómokstur um eitt ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu Innkauparáðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að nýta sér ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að nýta ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár.

22.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202105076Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að endurskoðun á Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar.

23.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Vefstefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202110067Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Vefstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að endurskoðaðri Vefstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Vefstefnu Dalvíkurbyggðar.

24.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Fyrirtækjaþing 2024

Málsnúmer 202402065Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:35. Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá fer byggðaráð með atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins, sbr. 47. gr. Í starfsáætlun 2024 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið standi fyrir fyrirtækjaþingi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi yfir þau fyrirtækjaþing sem haldin hafa verið frá 2006. Til umræðu þema fyrirtækjaþings 2024. Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar er í vinnslu og er tilbúin til rýni fyrir byggðaráð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna úr niðurstöðum atvinnulífskönnunar og í framhaldinu ákveða hver efnistök fyrirtækjaþings 2024 eiga að vera."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn samþykkir að fyrirtækjaþing verði haldið 30. maí frá klukkan 15:00-17:00. Efni er Sæplast í 40 ár. Tilurð fyrirtækis, rekstur í 40 ár, ITub, Alþjóðafyrirtækið Rotovia með höfuðstöðvar á Dalvík og 700 starfsmenn. Byggðaráði og sveitarstjóra falið að undirbúa fyrirtækjaþingið og bóka Menningarhúsið Berg."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

25.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Beiðni um styrk til rekstur Bjarmahlíðar þolendarmiðstöðvar í tilefni af 5 ára afmæli.

Málsnúmer 202404036Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagaamtökum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykki ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 600.000 á lið 02800-9145 vegna styrks til Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar í tilefni af 5 ára afmæli þess. Sveitarstjórn samþykki jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

26.Frá 292. fundi fræðsluráðs þann 10.04.2024; Skóladagatal skólanna 2024 - 2025; skóladagatal Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fyrir fræðsluráð. Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskóla og sviðsstjóra.Niðurstaða:Skóladagatal Dalvíkurskóla samþykkt með fimm atkvæðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka fyrir skóladagatal Árskógarskóla og Krílakots á næsta fund hjá ráðinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.

27.Frá 292. fundi fræðsluráðs þann 10.04.2024; Gjaldfrjáls leikskóli - íbúafundur.

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að byggðaráði verði falið að halda íbúafund sem fyrst í samvinnu við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

28.Frá 292. fundi fræðsluráðs þann 10.04.2024; Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vinnuhópur um leikskólalóð verði útvíkkaður og tilnefnir Benedikt Snæ Magnússon í vinnuhópinn.

Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Benedikt Snær Magnússon taki sæti í vinnuhópi um leikskólalóð Krílakots og að byggðaráð kalli eftir á fundum sínum framgangi mála.

29.Frá 19. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 05.04.2024; Fjallgirðingamál 2024

Málsnúmer 202404026Vakta málsnúmer

Á 19. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir málefni fjallgirðinga og viðhaldi á þeim. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í endurnýjun fjallgirðinganna milli Upsa, Hóls og Svæðis auk viðhalds á öðrum fjallgirðingum í landi sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um endurnýjun fjallgirðinga. Upphæðin verði tekin af lið 13210-4396 sem rúmast á fjárhagsáætlun ársins 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

30.Frá Skógræktarfélagi Eyfirðingar; Ársskýrsla 2023 Skógrækarfélag Eyfirðinga - umsögn.

Málsnúmer 202404078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, dagsett þann 10. apríl sl., þar sem félagið óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um meðfylgjandi ársskýrslu félagsins.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar, forseta sveitarstjórnar, að fela sveitarstjóra að koma ábendingum sveitarstjórnar og umsögn til Skógræktarfélags Eyfirðinga um ársskýrsluna.

31.Frá 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.04.2024; Eftirlit - hreinsistöðvar - drög að samningi

Málsnúmer 202402154Vakta málsnúmer

Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu. "
Enginn tók til máls.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja um eftirlit og hreinsun úrgangs hreinsistöðva í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja samninginn um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn.

32.Frá 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.04.2024; Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur -drög að samningi

Málsnúmer 202402152Vakta málsnúmer

Á 134. fundi veitu - og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja um eftirlit dælustöðva, borholna og varaaflstöðva Hitaveitu Dalvíkur til þriggja ára með möguleika á að framlengja samninginn um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn.

33.Frá 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.04.2024; Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - drög að samningi

Málsnúmer 202402153Vakta málsnúmer

Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja um eftirlit dælustöðva, borholna og varaaflstöðva Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar til þriggja ára með möguleika á að framlengja samninginn um tvö ár með samþykki beggja aðila, en þó aðeins til eins árs í senn.

34.Frá 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.04.2024; Flotbryggja Dalvíkurhöfn, bæta við steyptum fingri.

Málsnúmer 202402139Vakta málsnúmer

Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Silja Pálsdóttir lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:16 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju. Silja Pálsdóttir kom aftur til fundar kl. 9:29".
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:58
Lilja Guðnadóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu veitu- og hafnaráðs að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð þar sem framkvæmdin er ekki á starfs- og fjárhagsáætlun 2024.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

35.Frá 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.04.2024; Úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar; skýrsla KPMG

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn, kl. xx.

Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.

36.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 314-ÍB, unnin af Teikna teiknistofu. Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu. Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslan með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir og fylgdi með fundarboði sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim skilmálum sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar.

37.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Skógarhólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Kynningu skipulagslýsingar fyrir breytinguna lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við gerð vinnslutillögu í samræmi við tillögu B og umræður á fundinum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

38.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði sem verður um 0,05 ha að flatarmáli. Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

39.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri 500 m2 lóð fyrir iðnaðarstarfsemi. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A.

40.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl. Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun: "Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð." Samþykkt með þremur atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. "
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði frestað og málinu vísað til byggðaráðs til frekari umræðu. Byggðaráði er falið að ræða við umsækjendur og kanna aðrar leiðir til uppbyggingar starfsemi Laxós ehf. í Dalvíkurbyggð.

Monika Margrét Stefánsdóttir ítrekar bókun Þorsteins Inga Ragnarssonar fyrir hönd B-lista: Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
b) Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með bókun Moniku Margrétar, en 5 sitja hjá.




41.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Framkvæmdir á vegum Dalvíkurbyggðar 2024 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202404064Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirtaldar framkvæmdir: - Böggvisstaðahringur - breikkun og lýsing - Grundargata - nýlagning gangstétta - Göngustígur við Hringtún - malbikun og lýsing - Hauganes - gangstétt og bílastæði - Hólavegur - bílastæðiNiðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Skipulagsráð samþykkir að áform um framkvæmdir við bílastæði í Hólavegi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir eftirtaldar framkvæmdir:
Böggvisstaðahringur - breikkun og lýsing.
Grundargata - nýlagning gangstétta.
Göngustígur við Hringtún - malbikun og lýsing.
Hauganes - gangstétt og bílastæði.
Hólavegur - bílastæði
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að áform um framkvæmdir við bílastæði í Hólavegi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

42.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Hálseyrar og Leirlág - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi og urðun

Málsnúmer 202403089Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 13. mars 2024 þar sem Hallgrímur Hreinsson f.h. Dalverks ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir a) efnistöku á allt að 20.000 m3 til 5 ára úr jarðvegsnámu á Hálseyrum og b) fyrir losun jarðefnis í Leirlág. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir a) efnistöku á allt að 20.000 m3 til 5 ára úr jarðvegsnámu á Hálseyrum og b) fyrir losun jarðefnis í Leirlág. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.

43.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Strenglögn innan þéttbýlis á Dalvík - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Rögnvaldur Guðmundsson f.h. Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Rarik þegar tilskilin gögn hafa borist.

44.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Hauganes - umsókn um leyfi fyrir tilraunaborun eftir jarðsjó

Málsnúmer 202404057Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um leyfi til tilraunaborunar eftir jarðsjó á Hauganesi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaholu þegar tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir jafnframt samhljóða leyfi til Ocean Farm ehf. til tilraunaborunar eftir jarðsjó á Hauganesi. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaholu þegar tilskilin gögn hafa borist.

45.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Umsókn um uppsetningu skiltis við strandblakvöll

Málsnúmer 202403116Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið.

46.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Garðatröð 4 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202404056Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Auður Jónsdóttir sækir um frest til framkvæmda á frístundalóð nr. 4 við Garðatröð (Hamar - lóð 16). Úthlutun lóðarinnar var staðfest í sveitarstjórn þann 18. október 2022. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að frestur til framkvæmda verði veittur til 1. júlí 2024. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að veita frest til framkvæmda til 1. júlí 2024 á frístundalóð nr. 4 við Garðatröð (Hamar lóð 16).

47.Frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.04.2024; Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um matsáætlun

Málsnúmer 202404071Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Umsagnarfrestur er veittur til 17. apríl nk. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við fyrirliggjandi drög.

48.50 ára afmæli Dalvíkurkaupstaðar

Málsnúmer 202404086Vakta málsnúmer

Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem leggur til eftirfarandi bókun:

"Kaupstaðarréttindi Dalvíkur-ferlið.
Ferlið við umsókn Dalvíkur um kaupstaðarréttindi voru á þá leiðina að 2.apríl 1974 voru þrír menn kosnir til þess að gera uppkast að bæjarsamþykkt fyrir Dalvík. Þann 5.apríl 1974 voru afgreidd lög á Alþingi um kaupstaðarréttindi handa Dalvíkurhreppi, þau voru síðan staðfest af forseta Íslands 10. apríl sama ár. Þann 18. apríl kom hreppsnefnd saman til að ákveða hvað ættu að vera margir bæjarfulltrúar og var samþykkt einróma að 7 skyldu þeir vera. Þessi fundur 18.apríl var síðasti fundur hreppsnefndar Dalvíkurhrepps því næsti fundur sem var haldinn þann 30.apríl var talinn bæjarstjórnarfundur. Alls urðu bæjarstjórnarfundirnir þrír fram að kosningum sem haldnar voru 26. maí. Fjórir listar voru þá í kjöri í fyrstu bæjarstjórnarkosningum Dalvíkur. Það voru A-listi óháðra kjósenda, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Alþýðubandalagsfélags Dalvíkur og I-listi Framsóknarmanna og samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Fyrstu kosningarnar fóru svo:
A-listi Hallgrímur Antonsson
D-listi Aðalsteinn Loftsson
G-listi Rafn Arnbjörnsson
I-listi Jóhann Antonsson
I-listi Hilmar Daníelsson
I-listi Bragi Jónsson
I-listi Helgi Jónsson

Þann 1. júní kom fyrsta bæjarstjórn Dalvíkur saman til fundar Hilmar Daníelsson var þá kosinn forseti bæjarstjórnar og Jóhann Antonsson varaforseti. Það var svo vilji meirihluta bæjarstjórnar að Valdimar Bragason yrði starfsmaður sveitarstjórnar og var hann því ráðinn fyrsti bæjarstjóri Dalvíkur kaupstaðar. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Lagt fram til kynningar.

49.Frá Sigurði Valdimar Bragasyni; Beiðni um lausn frá störfum sem aðalmaður í Veitu- og hafnaráði

Málsnúmer 202404088Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, gerði grein fyrir að Sigurður Valdimar Bragason óskar lausnar frá störfum sem aðalmaður í veitu- og hafnaráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni og veitir Sigurði Valdimar Bragasyni lausn frá störfum sem aðalmaður í
veitu- og hafnaráði. Sveitarstjórn þakkar Valdimari fyrir störf hans í þágu Dalvíkurbyggðar.

50.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202404087Vakta málsnúmer

Til máls tóku:

Lilja Guðnadóttir sem leggur til eftirfarandi breytingar í ráðum fyrir hönd B-lista:
a) Fræðsluráð; Þórhalla Franklín Karlsdóttir taki sæti Þorsteins Inga Ragnarssonar sem varamaður.
b) Skipulagsráð; Eiður Smári Árnason taki sæti Þórs Vilhjálmssonar sem varamaður.
c) Umhverfis- og dreifbýlisráð; Þorsteinn Ingi Ragnarsson taki sæti Þórhöllu Karlsdóttur sem varamaður.
d) Veitu- og hafnaráð; Sigvaldi Gunnlaugsson taki sæti Sigurðar Valdimars Bragasonar sem aðalmaður og Sigurður Valdimar Bragason taki sæti Sigvalda Gunnlaugssonar sem varamaður.

Katrín Sif Ingvarsdóttir sem leggur eftirfarandi til:
e) Katrín Sif Ingvarsdóttir taki sæti sem aðalþingfulltrúi á þingum SSNE í stað Helga Einarssonar og Helgi Einarsson verði varaþingfulltrúi á þingum SSNE í stað Gunnars Kristins Guðmundssonar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

51.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar frá 18.03.2024

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar nr. 20 frá 18. mars sl.

Enginn tók til máls um fundargerðina.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir / Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs / Sveitarstjóri