Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:35. Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá fer byggðaráð með atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins, sbr. 47. gr. Í starfsáætlun 2024 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið standi fyrir fyrirtækjaþingi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi yfir þau fyrirtækjaþing sem haldin hafa verið frá 2006. Til umræðu þema fyrirtækjaþings 2024. Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar er í vinnslu og er tilbúin til rýni fyrir byggðaráð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna úr niðurstöðum atvinnulífskönnunar og í framhaldinu ákveða hver efnistök fyrirtækjaþings 2024 eiga að vera."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu. "Sveitarstjórn samþykkir að fyrirtækjaþing verði haldið 30. maí frá klukkan 15:00-17:00. Efni er Sæplast í 40 ár. Tilurð fyrirtækis, rekstur í 40 ár, ITub, Alþjóðafyrirtækið Rotovia með höfuðstöðvar á Dalvík og 700 starfsmenn. Byggðaráði og sveitarstjóra falið að undirbúa fyrirtækjaþingið og bóka Menningarhúsið Berg." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar."