Byggðaráð

1105. fundur 02. maí 2024 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Samningur um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jökull Bergmann, frá Bergmöönnum ehf., kl. 13:15.

Á 366. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024. Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmenna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða til 1. ágúst 2024."

Til umræðu ofangreint.

Jökull vék af fundi kl. 14:09.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna rúðuskipta í Bergi

Málsnúmer 202404035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:09.

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna útskipta á tveimur rúðum í Bergi. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.200.000 á lið 31700-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Gardínur í þessum tveimur gluggum salarins í Bergi eru ónýtar og þar sem þær eru staðsettar á milli glerja þarf að skipta út rúðunum og rafbúnaði fyrir gardínurnar í heild sinni. Búið er að fullreyna að laga vandamálið án þess að skipta út rúðunum og gardínubúnaði. Miðað við hversu langan tíma þetta hefur verið í ólagi er talið nauðsynlegt að fara í þetta verkefni fyrr en síðar þannig að hægt sé að bjóða upp á kjöraðstæður í Bergi við öll tilefni. Niðurstaða:Frestað til næsta fundar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum um hvort hægt sé að fara aðrar leiðir um val á gluggum."

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris gerði grein fyrir upplýsingaöflun á milli funda.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu áfram frestað.

3.Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar; mönnun og plön 2024 - staða mála.

Málsnúmer 202401136Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað, sbr. fundur byggðaráðs þann 21. mars sl.:
"Helga Íris gerði grein fyrir þróun málsins á milli funda. Fram kom að hún og skólastjóri Dalvíkurskóla hafa gert með sér samkomulag um að Vinnuskólinn fær að nýta húsnæði Dalvíkurskóla. Helga Íris ræddi um umsóknir um sumarstörf og störf flokkstjóra og horfur varðandi að manna störfin í sumar hjá Eigna- og framkvæmdadeild.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum veita deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar heimild til að auglýsa eitt af sumarstörfum 3 sem starf verkstjóra Vinnuskóla."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar heimild til að auglýsa eitt af sumarstörfunum þremur vegna Eigna- og framkvæmdadeildar sem starf verkstjóra Vinnuskóla."

Helga Íris gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnun og áætlanir fyrir Vinnuskólann í ár.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:29.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:30.

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00. Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.Niðurstaða:Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna. Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15 Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. apríl 2024, þar sem fram kemur að stjórn Leikfélags Dalvíkurbyggðar tilkynnir að félagið tekur til baka erindi sitt vegna minnisvarða um True Detective frá 10.01.2024. Fram kemur að tíminn að sumri sé orðinn mjög knappur, því ef vel ætti að vera þyrfti minnisvarði um tökurnar að vera klár um næstu mánaðarmót. Félagið vonaðist til að geta unnið að verkefninu í mars og apríl, en ljóst sé að það verður ekki. Fram kemur að félagið er upplýst um að sveitarfélagið sé að skoða 3 leiðir og þannig sé markmiði Leikfélagsins náð með því að opna á umræðu og hugmyndavinnu innan sveitarfélagsins. Stjórn Leikfélags Dalvíkur óskar eftir, sökum þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið, að byggðaráð bóki um þetta sérstaklega. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram og þá hugmynd að hannað verði og sett upp skilti með myndum og upplýsingum um True Detective.
Jafnframt að upplýsingafulltrúi hafi samband við hagsmunaaðila varðandi staðsetningu og hönnun.

5.Frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16.04.2024; Fyrirtækjaþing 2024

Málsnúmer 202402065Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:35. Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá fer byggðaráð með atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins, sbr. 47. gr. Í starfsáætlun 2024 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið standi fyrir fyrirtækjaþingi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi yfir þau fyrirtækjaþing sem haldin hafa verið frá 2006. Til umræðu þema fyrirtækjaþings 2024. Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar er í vinnslu og er tilbúin til rýni fyrir byggðaráð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna úr niðurstöðum atvinnulífskönnunar og í framhaldinu ákveða hver efnistök fyrirtækjaþings 2024 eiga að vera."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu. "Sveitarstjórn samþykkir að fyrirtækjaþing verði haldið 30. maí frá klukkan 15:00-17:00. Efni er Sæplast í 40 ár. Tilurð fyrirtækis, rekstur í 40 ár, ITub, Alþjóðafyrirtækið Rotovia með höfuðstöðvar á Dalvík og 700 starfsmenn. Byggðaráði og sveitarstjóra falið að undirbúa fyrirtækjaþingið og bóka Menningarhúsið Berg." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar."
Til umræðu dagskrá og skipulagning á ofangreindu fyrirtækjaþingi.

6.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Til aðildarsveitarfélaga EBÍ - Styrktarsjóður EBÍ - umsóknarfrestur

Málsnúmer 202403110Vakta málsnúmer

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem upplýst er um að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 7. maí nk.

Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað upplýsingafulltrúa með tillögum að verkefnum til að sækja um styrk fyrir í styrktarsjóð EBÍ,
1) Skilti fyrir vetrarferðamennsku.
2) Instagram vænir rammar /staðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk fyrir verkefnið um skilti fyrir vetrarferðamennsku.

7.Frá Markaðstofu Norðurlands; Starfsemi Flugklasans Air 66N veturinn 2023-2024

Málsnúmer 202404102Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 18. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir því helsta í starfi Flugklasans Air 66N undanfarna mánuði.

Friðjón vék af fundi kl. 15:19.
Lagt fram til kynningar.

8.Selárland - uppbyggingarsvæði - viljayfirlýsing

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um stöðu mála hvað varðar drögin að viljayfirlýsingunni. Ábendingar og athugasemdir hafa komið frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. og það eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og ræða.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu." Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að ofangreindri viljayfirlýsingu með breytingartillögum frá forsvarsmönnum Ektabað ehf. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi með bæjarlögmmani þar sem farið var þær breytingar sem lagðar eru til ásamt yfirferð skipulagsfulltrúa. Á fundinum var farið yfir drög að viljayfirlýsingunni með tillögum Dalvíkurbyggðar að breytingum við tillögum forsvarsmanna Ektabaða ehf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda forsvarsmönnum Ektaböðum ehf. viljayfirlýsinguna til yfirferðar eins og hún liggur fyrir með ábendingum sem komu fram á fundi byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ektabaða ehf. þar sem farið verði yfir viljayfirlýsinguna í sameiningu." Á fundinum var kynntur rafpóstur frá Helga Jóhannessyni, lögmanni fyrir hönd Ektabaða ehf., dagsettur þann 6 mars sl., þar sem meðfylgjandi er ofangreind viljayfirlýsingu með breytingartillögum Ektabaða ehf. Ektaböð ehf. sjá fyrir sér að næstu skref ættu að vera sameiginlegur fundur framkvæmdaaðila og Dalvíkurbyggðar til að fínpússa viljayfirlýsinguna.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að finna fundartíma í næstu viku."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði áfram vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og með heimild til fullnaðarafgreiðslu Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi nýjustu drög að viljayfirlýsingunni á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. vegna uppbyggingarsvæðis ofan Hauganess. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði fylgdu nýjustu drög að viljayfirlýsingunni á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viljayfirlýsinguna eins og hún liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna ef engar athugasemdir koma frá bæjarlögmanni.

9.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, beiðni um viðauka vegna bóta

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 30. apríl sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 18.509.655 vegna bótagreiðslu vegna dómsmáls.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 04210-4981 að upphæð kr. 18.509.655 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

10.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - mars

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir eftirfarandi skýrslur;
a) Samanburður bókhalds janúar - mars 2024 í samanburði við heimildir í áætlun.
b) Fjárfestingar og framkvæmdiir janúar - mars 2024 í samanburði við heimildir í áætlun.
c) Yfirlit launakostnaðar janúar - mars 2024 í samanburði við heimildir í áætlun.
d) Þróun stöðugilda skipt niður á deildir fyrir árin 2017-2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsókn um uppsetningu skiltis við strandblakvöll

Málsnúmer 202403116Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Launastefna; drög eftir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202203130Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. apríl 2024, þar sem gert er grein fyrir tilgangi og markmiðum með Launastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillaga að stefnunni er meðfylgjandi.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að Launastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og óskar eftir umsögn frá sérfræðingum á sviði kjarasamála Sambands íslenskra sveitarfélaga."

Fyrir liggur umsögn samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að búið er að taka tillit til þeirrar umsagnar í meðfylgjandi drögum og gerðar breytingar á 4. gr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi launastefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Frá Háskólanum á Akureyri; Sjávarútvegsskóli unga fólksins sumarið 2024

Málsnúmer 202404115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 19. mars sl, þar sem fram kemur að forstöðumaður SHA við Háskólann á Akureyri er að byrja að skipuleggja Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2013 og þar af 8 ár hér við Eyjafjörð á Akureyri, Dalvík og í Grenivík og í Fjallabyggð. Óskað er eftir styrk frá Dalvikurbyggð til að styðja fjárhagslega við skólann. Allar upphæðir vel þegnar en ein kennsluvika kostar ca kr.1.000.000
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við ofangreindu erindi um fjárhagslegan stuðning.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Frá Landskjörstjórn; Upplýsingapóstur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga

Málsnúmer 202404119Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landskjörstjórn, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum er varða forsetakosningar.

Útgáfu kjörskrár sem fer fram hjá Þjóðskrá Íslands.
Móttöku og meðferð utankjörfundaratkvæða sem berast sveitarfélaginu.
Ákvörðun um kjörstaði í sveitarfélaginu.
Utankjörfundaratvæðagreiðslu hjá sveitarfélögunum.
Kostnað vegna forsetakosninganna.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Landskerfi bókasafna hf,Aðalfundur 2024

Málsnúmer 202404114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskerfi bókasafna hf., rafpóstur dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 11 í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni bókasafns og menningarhúss að sækja fundinn ef hún hefur tök á og á leið suður.

16.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; til umsagnar 930. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - Lagareldi

Málsnúmer 202404123Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefnda- og greininarsviði Alþingis, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um 930. mál - Lagareldi. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202404111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 79 frá 22. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs