Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. apríl 2024, þar sem gert er grein fyrir tilgangi og markmiðum með Launastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillaga að stefnunni er meðfylgjandi.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að Launastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og óskar eftir umsögn frá sérfræðingum á sviði kjarasamála Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Fyrir liggur umsögn samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að búið er að taka tillit til þeirrar umsagnar í meðfylgjandi drögum og gerðar breytingar á 4. gr.