Byggðaráð

1103. fundur 11. apríl 2024 kl. 13:15 - 17:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggð 2023.

Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsso og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun.

Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi.

Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:38. Á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið. Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð. Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnisblað frá sviðsstjóra, dagsett þann 22. janúar sl., varðandi vinnu á íþrótta- og æskulýðssviði, bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og málefni Frístundar. Gisli vék af fundi kl. 15:10.Niðurstaða:Frekari umfjöllun frestað."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með, fyrir næsta fund byggðarráðs, nánari útfærslur á þeim tillögum sem koma fram í erindinu, s.s. starfslýsingar, sem og að skoða hvort aðrar leiðir og útfærslur séu í boði."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Drög að starfslýsingu fyrir nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar.
Drög að nýrri starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Gísli vék af fundi kl. 14:49.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
Nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar verði ekki búið til, sbr. tillaga að starfslýsingu.
Ekki verði gerðar þær breytingar á starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem lagðar eru til.
Starfssemi Frístundar verði áfram í Dalvíkurskóla undir stjórn skólastjóra Dalvíkurskóla.
Starfssemi Vinnuskóla verði áfram á Framkvæmdasviði undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.

3.Frá 367. fundi sveitarstjórnar þann 19.03.2024; Erindisbréf Skipulagsráðs - fullnaðarafgreiðslur

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 14:50.

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs í því skyni að efla skilvirkni stjórnsýslu, auka málshraða og stytta fundartíma. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Til máls tóku: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Monika Margrét Stefánsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Samkvæmt 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá segir eftirfarandi í 2. mgr.: "Skipulagsnefndir fara með skipulagsmál, þ.m.t. umhverfismat skipulagsáætlana, undir yfirstjórn sveitarstjórna. Sveitarstjórn er heimilt í samþykkt sveitarfélagsins að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðilum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins heimild til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum, sbr. [ 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011], 1) svo sem afgreiðslu deiliskipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa. Afgreiðsla á svæðis- og aðalskipulagi er þó ávallt háð samþykki sveitarstjórnar." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf sérstakan viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar um heimildir til skipulagsráðs um fullnaðarafgreiðslu sem þyrfi tvær umræður í sveitarstjórn, staðfestingu ráðherra og auglýsingu í Stjórnartíðindum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun til næsta fundar og jafnframt að óska eftir að skipulagsfulltrúi mæti á fund byggðaráðs."

Til umræðu ofangreint.

María vék af fundi kl. 15:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldar tillögur um fullnaðarheimild skipulagsráðs verði teknir út skv. tillögu að 7. gr.:
2. Samþykkt og kynning lýsingar deiliskipulags skv. 1.-3.mgr. 40.gr. skipulagslaga
8. Ákvörðun um samþykkt um útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13.gr. skipulagslaga þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir.
9. Ákvörðun um samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir matsskyldar framkvæmdir skv. 14.gr. skipulagslaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirfarandi 8. gr. verði tekin út í heild sinni:
8.Skipulagsráð afgreiðir eftirtalin verkefni laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 án staðfestingar sveitarstjórnar:1. Veitir umsögn um matsskyldar framkvæmdir skv. 15.gr. (?) laganna. 2. Veitir umsögn um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1.viðauka laganna.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreint.

4.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Lýðræðisstefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202105075Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.

Lagt er til að stefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar undir Betra Ísland á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Íbúum veri þannig gefinn kostur að koma með tillögur og umsögn um leiðir til lýðræðis. Hvernig vilja íbúar taka þátt og hafa áhrif ?
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við endurskoðaða Lýðræðisstefnu eins og hún liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Lýðræðisstefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar og að umsagnarfrestur verði til og með 2. maí nk.

5.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202105076Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að endurskoðun á Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitartsjórnar.

6.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Vefstefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202110067Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Vefstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að endurskoðaðri Vefstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Launastefna

Málsnúmer 202203130Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. apríl 2024, þar sem gert er grein fyrir tilgangi og markmiðum með Launastefnu Dalvíkurbyggðar.
Tillaga að stefnunni er meðfylgjandi.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að Launastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og óskar eftir umsögn frá sérfræðingum á sviði kjarasamála Sambands íslenskra sveitarfélaga.

8.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 - fyrstu skref

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

9.Innkauparáð; fundargerðir

Málsnúmer 202201009Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð frá Innkauparáði Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. apríl sl., er varðar beiðni um framlengingu á samningi um snjómokstur við Steypustöðina á Dalvík ehf. Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar styður hún að nýtt verði sér ákvæði í samningi um framlengingu. Samningur til þriggja ára er til 15. maí nk. og síðan er heimild til að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila, en til eins árs í senn. Innkauparáð sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja samninginn um snjómokstur um eitt ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu Innkauparáðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að nýta sér ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð; drög að samningi við Skíðafélag Dalvíkur um uppbyggingu aðstöðuhúss

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 158. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og sækulýðsfulltrúi fór yfir vinnuskjal vegna áætlana um uppbyggingu íþróttasvæða til næstu ára.Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að gera heilstæðan samning um uppbyggingu hvers verkefnis fyrir sig. Næsta verkefni er bygging á troðarahúsi við Brekkursel. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að samnningi við skíðafélagið og leggja fyrir sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á troðarahúsi á 3 árum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur til 3ja ára vegna uppbyggingar á aðstöðuhúsi sunnan við Brekkusel.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með eftirfarandi breytingum:
a) Samningsfjárhæðin á samningstímanum verði eins og um hefur verið rætt kr. 150.000.000.
b) Að það komi skýrt fram að framlag Dalvíkurbyggðar skv a) lið hér að ofan er heildarframlag Dalvíkurbyggðar og ekki verði hægt að sækja meira til sveitarfélagsins.

Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Beiðni um styrk til rekstur Bjarmahlíðar þolendarmiðstöðvar í tilefni af 5 ára afmæli.

Málsnúmer 202404036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagaamtökum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Frá Tónasmiðjunni á Húsavík; Beiðni um styrk vegna tónleika á Dalvík

Málsnúmer 202404042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tónasmiðjunni á Húsavík, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem fram kemur m.a. að um þessar mundir er Tónasmiðjan að vinna að uppsetningu á tónleikasýningu sem ber heitið HETJUR þar sem koma saman um 40 þátttakendur á ýmsum aldri, spila á hljóðfæri og syngja. Þann 9. júní nk. verður sýning á Dalvík og þar munu m.a. nokkur ungmenni frá Dalvík og nágrenni syngja með og mun ágóði renna til Umhyggju félags langveikra barna. Tónasmiðjan biður Dalvíkurbyggð að taka þátt í þessu verkefni á Dalvík með kr. 50.000 styrk og logo sveitarfélagsins yrði á auglýsingu í staðinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs.

13.Frá SSNE; Ársþing SSNE 18. - 19. apríl 2024 - dagskrá og boð.

Málsnúmer 202403118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir frá SSNE rafpóstur dagsettur þann 21. mars sl. þar sem boðað er til ársþings SSNE 18. - 19. apríl nk. Þingið er opið öllum þó aðeins þingfulltrúar hafi rétt til greiðslu atkvæða og SSNE hvetur allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum til að mæta. Ársþingið verður haldið á Sel - Hótel Mývatn í Þingeyjarsveit. Meðfylgjandi er einnig dagskrá þingsins.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá SSNE, fundargerð stjórnar nr. 61

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 3. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Markaðsstofu Norðurlands, fundargerð stjórnar frá 25.03.2024.

Málsnúmer 202404027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 25. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs