Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 14:50.
Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs í því skyni að efla skilvirkni stjórnsýslu, auka málshraða og stytta fundartíma. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Til máls tóku: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Monika Margrét Stefánsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Samkvæmt 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá segir eftirfarandi í 2. mgr.: "Skipulagsnefndir fara með skipulagsmál, þ.m.t. umhverfismat skipulagsáætlana, undir yfirstjórn sveitarstjórna. Sveitarstjórn er heimilt í samþykkt sveitarfélagsins að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðilum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins heimild til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum, sbr. [ 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011], 1) svo sem afgreiðslu deiliskipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa. Afgreiðsla á svæðis- og aðalskipulagi er þó ávallt háð samþykki sveitarstjórnar." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf sérstakan viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar um heimildir til skipulagsráðs um fullnaðarafgreiðslu sem þyrfi tvær umræður í sveitarstjórn, staðfestingu ráðherra og auglýsingu í Stjórnartíðindum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun til næsta fundar og jafnframt að óska eftir að skipulagsfulltrúi mæti á fund byggðaráðs."
Til umræðu ofangreint.
María vék af fundi kl. 15:08.