Frá Tónasmiðjunni á Húsavík; Beiðni um styrk vegna tónleika á Dalvík

Málsnúmer 202404042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Tekið fyrir erindi frá Tónasmiðjunni á Húsavík, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem fram kemur m.a. að um þessar mundir er Tónasmiðjan að vinna að uppsetningu á tónleikasýningu sem ber heitið HETJUR þar sem koma saman um 40 þátttakendur á ýmsum aldri, spila á hljóðfæri og syngja. Þann 9. júní nk. verður sýning á Dalvík og þar munu m.a. nokkur ungmenni frá Dalvík og nágrenni syngja með og mun ágóði renna til Umhyggju félags langveikra barna. Tónasmiðjan biður Dalvíkurbyggð að taka þátt í þessu verkefni á Dalvík með kr. 50.000 styrk og logo sveitarfélagsins yrði á auglýsingu í staðinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs.

Menningarráð - 103. fundur - 21.05.2024

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Tónsmiðjunni á Húsavík dags. 03.04.2024.
Styrkbeiðni hafnað með þremur atkvæðum. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þau þurfi ekki að borga húsaleigu fyrir salinn í Bergi fyrir viðburð.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 103. fundi menningarráðs þann 21. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrkbeiðni frá Tónsmiðjunni á Húsavík dags. 03.04.2024. Niðurstaða:Styrkbeiðni hafnað með þremur atkvæðum. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þau þurfi ekki að borga húsaleigu fyrir salinn í Bergi fyrir viðburð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um að hafna beiðni um styrk en styrkja Tónsmiðjuna á Húsavík í formi niðurfellingar á húsaleigu í Bergi.