Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; - Styrktarsjóður EBÍ - umsóknarfrestur

Málsnúmer 202403110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1102. fundur - 04.04.2024

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir.

Byggðaráð - 1105. fundur - 02.05.2024

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem upplýst er um að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 7. maí nk.

Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað upplýsingafulltrúa með tillögum að verkefnum til að sækja um styrk fyrir í styrktarsjóð EBÍ,
1) Skilti fyrir vetrarferðamennsku.
2) Instagram vænir rammar /staðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk fyrir verkefnið um skilti fyrir vetrarferðamennsku.

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir." Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem upplýst er um að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 7. maí nk. Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað upplýsingafulltrúa með tillögum að verkefnum til að sækja um styrk fyrir í styrktarsjóð EBÍ, 1) Skilti fyrir vetrarferðamennsku. 2) Instagram vænir rammar /staðir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk fyrir verkefnið um skilti fyrir vetrarferðamennsku."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 7. júní sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð var úthlutað styrk að upphæð kr. 400.000 vegna skiltis fyrir vetrarferðamennsku.
Lagt fram til kynningar.