Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:00.
Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Helga fór yfir skipulag og stöðu Vinnuskólans og helstu áskornir í starfi hans. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við Fræðslusvið að finna lausn á húsnæðisvanda Vinnuskólans. Ráðið telur nauðsynlegt að ráðinn sé inn verkstjóri fyrir Vinnuskólann. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 30. janúar sl. sem tekið var jafnframt fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði. Til umræðu ofangreint. Helga Íris vék af fundi kl. 14:48.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með upplýsingar um kostnað og útfærslu á starfi verkstjóra Vinnuskóla og að horft verði í leiðinni almennt á mönnun í sumar á Eigna- og framkvæmdadeild, fyrir næsta fund. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með tillögu að húsnæðismálum Vinnuskóla í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins eftir því sem við á, fyrir næsta fund." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi útreikningar mannauðs- og launafulltrúa varðandi kostnað við starf verkstjóra vinnuskóla. Áætlaður kostnaður án persónuálags er kr. 2.807.602 miðað við 4 mánuði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um leigu á húseiningum til leigu, kostnaður á mánuði er um kr. 167.000 með vsk. Á fundinum kom einnig fram að deildarstjóri er í samskiptum við skólastjóra Dalvíkurskóla um mögulega aðstöðu fyrir Vinnuskólann þar í sumar.Niðurstaða:a) Byggðaráð leggur áherslu á að Vinnuskólanum verði fundinn aðstaða innan veggja stofnana sveitarfélagsins. b) Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að kanna hvort hægt sé að samtvinna starf vegna verkstjórn á Vinnuskólanum með öðrum tímabundnum störfum á Eigna- og framkvæmdadeild."
Helga Íris gerði grein fyrir þróun málsins á milli funda. Fram kom að hún og skólastjóri Dalvíkurskóla hafa gert með sér samkomulag um að Vinnuskólinn fær að nýta húsnæði Dalvíkurskóla. Helga Íris ræddi um umsóknir um sumarstörf og störf flokkstjóra og horfur varðandi að manna störfin í sumar hjá Eigna- og framkvæmdadeild.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.