Málsnúmer 202402064Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Íris Daníelsdóttir, mannauðs- og upplýsingafulltrúi, kl. 15:00.
Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá starfsfólki Krílakots dags. 13.02.2024.Niðurstaða:Fræðsluráð óskar eftir fundi með starfs - og kjaranefnd, stjórnendum leikskóla og fulltrúum starfsfólks. Sviðsstjóra falið að boða til fundar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi starfsmanna Krílakots, dagsett í febrúar 2024, til sveitarstjórnar, starfs- og kjaranefndar og fræðsluráðs vegna styttingu vinnuvikunnar. Fram kemur í erindinu að starfsmenn Krílakots eru búnir að prófa 3 útfærslur að styttingu en allar valda þær auknu álagi, meiri skipulagningu með mönnun á stjórnendur og skerðingu á þjónustu. Ofan á styttingu kemur svo veikindi og önnur forföll starfsmanna. Fram kemur að um sé að ræða hálfa styttingu í leikskólanum Krílakoti en starfsmenn eru ekki tilbúnir að selja kaffitímana sína. Fram koma nokkrar tillögur að útfærslum.
Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samkomulag á styttingu vinnuvikunnar eins og hún er nú á Krílakoti skv. tillögum frá vinnuhópi/ stjórnendum, sbr. erindi dagsett þann 26. maí 2023.
Einnig upplýsingar úr kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.
Til umræðu ofangreint.
Íris vék af fundi kl. 15:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beðið verði með að setja framkvæmdir við Böggvisbraut og Karlsrauðatorg í gang þar til búið er að kafa nánar ofan í forsendur.