Byggðaráð

1097. fundur 22. febrúar 2024 kl. 13:15 - 18:07 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá framkvæmdasviði; Framkvæmdir, fjárfestingar og viðhald 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Til umræðu fjárfestingar,framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 skv. fjárhagsáætlun, m.a.:
Hver staðan mála / verkefna er almennt.
Hvað verður sett í útboð og verðkannanir.
Fundur með verktökum.
Leikskólalóðinn við Krílakot.

María vék af fundi kl. 13:57.

Halla Dögg vék af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að haldinn verði sem fyrst opinn fundur með verktökum þar sem farið verði yfir fjárfestingar og framkvæmdir sem eru á áætlun Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beðið verði með að setja framkvæmdir við Böggvisbraut og Karlsrauðatorg í gang þar til búið er að kafa nánar ofan í forsendur.

2.Frá deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar; Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar - staða og framtíð

Málsnúmer 202401136Vakta málsnúmer

Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Helga fór yfir skipulag og stöðu Vinnuskólans og helstu áskornir í starfi hans. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við Fræðslusvið að finna lausn á húsnæðisvanda Vinnuskólans. Ráðið telur nauðsynlegt að ráðinn sé inn verkstjóri fyrir Vinnuskólann. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 30. janúar sl. sem tekið var jafnframt fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:48.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með upplýsingar um kostnað og útfærslu á starfi verkstjóra Vinnuskóla og að horft verði í leiðinni almennt á mönnun í sumar á Eigna- og framkvæmdadeild, fyrir næsta fund.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með tillögu að húsnæðismálum Vinnuskóla í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins eftir því sem við á, fyrir næsta fund.

3.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:38. Á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið. Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð. Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnisblað frá sviðsstjóra, dagsett þann 22. janúar sl., varðandi vinnu á íþrótta- og æskulýðssviði, bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og málefni Frístundar. Gisli vék af fundi kl. 15:10.Niðurstaða:Frekari umfjöllun frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með, fyrir næsta fund byggðarráðs, nánari útfærslur á þeim tillögum sem koma fram í erindinu, s.s. starfslýsingar, sem og að skoða hvort aðrar leiðir og útfærslur séu í boði.

4.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur fyrir janúar 2024:
Bókhald í samanburði við áætlun 2024.
Launakostnaður og stöðugildi í samanburði við áætlun 2024.
Útsvarstekjur í janúar í samanburði við janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.844.455 vegna launa, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá starfsmönnum Krílakots vegna styttingu vinnuvikunnar

Málsnúmer 202402064Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Íris Daníelsdóttir, mannauðs- og upplýsingafulltrúi, kl. 15:00.

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá starfsfólki Krílakots dags. 13.02.2024.Niðurstaða:Fræðsluráð óskar eftir fundi með starfs - og kjaranefnd, stjórnendum leikskóla og fulltrúum starfsfólks. Sviðsstjóra falið að boða til fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi starfsmanna Krílakots, dagsett í febrúar 2024, til sveitarstjórnar, starfs- og kjaranefndar og fræðsluráðs vegna styttingu vinnuvikunnar. Fram kemur í erindinu að starfsmenn Krílakots eru búnir að prófa 3 útfærslur að styttingu en allar valda þær auknu álagi, meiri skipulagningu með mönnun á stjórnendur og skerðingu á þjónustu. Ofan á styttingu kemur svo veikindi og önnur forföll starfsmanna. Fram kemur að um sé að ræða hálfa styttingu í leikskólanum Krílakoti en starfsmenn eru ekki tilbúnir að selja kaffitímana sína. Fram koma nokkrar tillögur að útfærslum.

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samkomulag á styttingu vinnuvikunnar eins og hún er nú á Krílakoti skv. tillögum frá vinnuhópi/ stjórnendum, sbr. erindi dagsett þann 26. maí 2023.
Einnig upplýsingar úr kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Til umræðu ofangreint.

Íris vék af fundi kl. 15:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnutímanefnd Krílakots fundi og komi á fund byggðaráðs með útfærða tillögu um styttingu vinnuvikunnar/betri vinnutíma, ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og mannauðs- og launafulltrúa. Jafnframt óskar byggðaráð eftir að formaður og varaformaður fræðsluráðs sitji fundinn.

7.Selárland - uppbyggingarsvæði - viljayfirlýsing

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1092. fundi byggðaráðs þann 1. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Frestur til að að skila inn tillögur var til og með 8. janúar sl. Einn tillaga barst og er hún frá Ektaböðum ehf í samstarfi við Nordic arkitekta.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um ofangreint verkefni. Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn felur byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um verkefni um uppbyggingu Selárlands á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess", Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf. um ofangreint. Sviðsstjóri upplýsti að drögin eru til yfirlestrar hjá forsvarsmönnum Ektabaða ehf.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja núna fyrir og afgreiðslu frestað þar til umsögn berst frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. sem og frekari rýni innanhúss."

Á 366. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar sl. var samþykkt samhljóða sú tillaga forseta sveitarstjórnar að vísa málinu áfram til byggðaráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu þar sem ekki lágu fyrir viðbrögð forsvarsmanna Ektabaða ehf.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um stöðu mála hvað varðar drögin að viljayfirlýsingunni. Ábendingar og athugasemdir hafa komið frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. og það eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og ræða.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu.

8.Hjarðarslóð 2d- sala á eign - tilboð í eignina

Málsnúmer 202401068Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:30.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 15:30.
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:30.

Á fundinum var farið yfir þau tilboð sem hafa borist í eignina.

Umfjöllun um tilboðin bókuð í trúnaðarmálabók.

9.Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu; Stafrænt pósthólf - ný reglugerð

Málsnúmer 202402073Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Helgi Einarsson komi inn á fundinn að nýju kl. 15:44.

Tekinn fyrir rafpóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsettur þann 13. febrúar sl., þar sem kynnt er ný reglugerð um stafrænt pósthólf, nánari upplýsingar og innleiðingaráætlun.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir vinnu fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi innleiðingu á stafrænu pósthólfi.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá matvælaráðuneytinu; Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Málsnúmer 202402078Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsettur þann 14. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vill koma á framfæri við sveitarfélög viðhengdri samantekt til að skýra sjónarmið ráðuneytisins um eftirfylgni með gildandi lagaákvæðum um búfjárbeit (einkum sauðfjár) og bendir á nokkur atriði sem sveitarfélögin geta hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin felur ekki í sér fyrirmæli, eingöngu upplýsingar og ábendingar sem vonast er til að komi að gangi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs