Frá Háskólanum á Akureyri; Sjávarútvegsskóli unga fólksins sumarið 2024

Málsnúmer 202404115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1105. fundur - 02.05.2024

Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 19. mars sl, þar sem fram kemur að forstöðumaður SHA við Háskólann á Akureyri er að byrja að skipuleggja Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2013 og þar af 8 ár hér við Eyjafjörð á Akureyri, Dalvík og í Grenivík og í Fjallabyggð. Óskað er eftir styrk frá Dalvikurbyggð til að styðja fjárhagslega við skólann. Allar upphæðir vel þegnar en ein kennsluvika kostar ca kr.1.000.000
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við ofangreindu erindi um fjárhagslegan stuðning.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 1105.fundi byggðaráðs þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 19. mars sl, þar sem fram kemur að forstöðumaður SHA við Háskólann á Akureyri er að byrja að skipuleggja Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2013 og þar af 8 ár hér við Eyjafjörð á Akureyri, Dalvík og í Grenivík og í Fjallabyggð. Óskað er eftir styrk frá Dalvikurbyggð til að styðja fjárhagslega við skólann. Allar upphæðir vel þegnar en ein kennsluvika kostar ca kr.1.000.000
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við ofangreindu erindi um fjárhagslegan stuðning.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við erindi um fjárhagslegan stuðning við Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024.